Skrifað af odinz.

Jæja, ég mæli með því að þú náir í eina kalda kók í bauk og skellir poppkornspokanum í örbylgjuofninn því þetta verður ágætis lestur.

Nú hefur það vart farið framhjá nokkrum cs spilara sem stundar hugann af stakri prýði að upp hafa komið ýmis mál varðandi svokölluð “böst” á svindlurum og þá sitja líklegast ferskast í minni okkar þær korkafréttir þar sem cuc-schrizm* og rws-hazzard voru “staðnir af svindli, eða eins og fræðin segja, voru uppvísir að því að fela ólöglegar svindlskrár á tölvunni sinni. Báðir voru ”böstaðir“ með cheat-scan forritinu góða en að sjálfsögðu eru til tvær hliðar á hverju máli og hér má segja að um sé að ræða fimm eða sexhyrningsmál, allir með mismunandi sögur os.frv.

Critical hefur fengið að segja sína hlið á málinu, Hazzard sína og svo mætti lengi telja.

Byrjum á að taka á hazzard málinu. Hann var böstaður, fer ekkert á milli mála. Umrætt atvik átti sér stað fyrir rúmum 4 mánuðum og þið getið lesið allt um það á fyrri korkum milli hazzards og criticals. Kiddi (hazzard) löngu búinn að játa brot sitt og meira segja ætlaði að hætta í counter-strike o.s.frv. en reyndar fór aftur að spila fyrir u.þ.b. mánuði síðan og byrjaði þá hjá okkur undir öðru nicki. Fór í cheat-scan þegar undirritaður var líka tekinn í cheat-scan (og reyndar held ég allt rws liðið, og ég reyndist vera sá eini ”óhreini“ þar sem ég var enn með wallhack file sem ég fékk sendan til að gera hið ”fræga“ d0g hack-movie) og kom út úr því eins hreinn eins og strang-trúuð kaþólsk skólastelpa í Wales.

Svo allt í einu kemur Critical og rífur upp sárin. Jú, ok. Kiddi svindlaði þarna fyrir 4mánuðum, viðurkenndi það og tók út ”his break“ eða óskilgreindan banntíma.
En lítum aðeins út fyrir pappakassan sem sumir lifa og hrærast í. Ísland er flóra hackeranna og virðist ekkert lát vera á fermingardrengjum á nasavélum með þotuhreyfla tengda við móðurborðið með heilu hörðu diskana undir svindl skrár. Enn eru flestir af þeim sem hafa verið almennilega ”böstaðir“ að spila. Ýmsir ónefndir aðilar fengu bara að koma út úr sínum svindlskápum, hvort sem það var sparkandi og æpandi eða niðurlútir og bældir, og fengu að halda áfram að spila. Ég ætla ekki að fara æpa einhver nöfn upp í pirringi en þetta virðist vera mikil persónuleg árás critical's á hazzard. Svo segiru (critical) að þetta sé ekki árás á okkur rws liðsmenn heldur einungis beint að hazzardi sjálfum.
Þá ætla ég að gefa þér svigrúm til að útskýra það með bókstöfum, svart á hvítu á huga, hvernig það er ekki persónuleg árás á RWS að biðja öll önnur lið um að sniðganga okkur og hipsurlaust hunsa okkur. Ekki tala gegn þínum eigin orðum ”vinurinn“ (og nei, ég veit hvar mínir vinir eru og þeir eru ekki fyrir framan þinn skjá).

Ég er samt engan veginn að fara reyna ”co-a“ með hazzard, reyna einhvað að réttlæta hans mistök, heldur vil ég bara benda á að það á ekki að taka öðru vísi á honum en öðrum spilurum. Hann hætti að spila, að vísu sjálfviljugur í rúma 3 mánuði sem ég get nú alveg séð fyrir mér sem ágætis refsitíma fyrir hans brot og menn verða nú að gera sér grein fyrir að hann er búinn að snúa við blaðinu og byrjaður að taka leikinn alvarlega eins og restin að liðsmönnum rws.

Aftur á móti þetta með cuc. Ok, mín hlið málsins eins og ég les í hana:

Við erum að spila á móti cuc, fínir gaurar í alla staði og vitum að þeir hljóta nú að geta einhvað fyrst þeir voru komnir þetta langt í cs.onlinemótinu.
En þegar við sáum schirzm tengjast scrim servernum, þá duttu okkur(mér amk) allar dauða lýs úr punghárum. Hef síðan ég kunni að lesa á tölvuskjáinn grunað þennan pjatta um að hafa einhvern drullupollinn faldan inni á einhverjum harða disknum sínum.

Eftir að þeir virkilega gengu yfir okkur á skítugum stígvélunum þá vaknaði upp sú spurning hvort ekki væri sniðugt að senda einn ákveðinn aðilja úr cuc í cheat-scan og fá loks úr því skorið hvort hann hefði einhvað óhreint mjöl í pokahorninu. Við biðjum þá alla um að vera á servernum því við erum að ræða við admin mótsins, morax- á irkinu og látum þá vita að þeir megi ekki undir neinum kringumstæðum fara af servernum. Við látum þá vita að við viljum senda schirzm* í cheat-scan(tókum það skýrt fram) og minnum þá á að fara ekki útaf servernum í nokkur skipti í viðbót. En nei, sko hvað gerist. Einn þeirra fer af servernum. Og þvílík tilviljum, það er schirzm* og fer af irkinu um leið. Kom svo loks aftur inná irkið og fór í cheat-scan (þar sem einhver gömul wallhacks fundust). Að okkar mati var þetta tíminn sem hann þurfti til að losa sig við þetta ólöglega sem við trúum að hann hafi verið að nota. Engu síður þá fannst hjá honum svindl og við fengum forfeit.
Nú hins vegar eftir atvikið með Hazzard verður leikurinn víst spilaður aftur, nema cuc eru víst einhvað að breyta nafni liðsins ;) en allavega þetta er komið gott,
og ég trúi því ekki að ef þú hafir nennt að lesa þetta að þú nennir að eyða orku í skítkast svo ég þarf vart að afþakka þau.


Ps. verðið að afsaka stafsetningavillurnar ef nokkrar eru, ég var að hlusta á Vengaboys á meðan ég var að skrifa þetta til að ná að hugsa ”skýrt“ og ”straight“ og finna sjálfan mig. =)


Ps.2. Hef reyndar fengið staðfestingu á því að 2 fyrrum meðlimir cuc hafi verið teknir með svindl og eru núna ”sober" og eru enn spilandi. Afhverju eru þeir þá ekki bannaðir ævilangt eins og Hazzard? Þetta er náttúrulega bara einelti. Sorry en ég verð að gagnrýna þá harðlega sem finnst í lagi að banna Hazzard en leyfa öðrum fyrrum hackerum að spila áfram.

Kv. Rudolf
Svo vil ég biðja alla sem hafa orðið fyrir einhverju skítkasti frá rws memberum afsökunar.