Counter-Strike 1,6 vs Counter-Strike Source
Ég hef verið að skoða mikið af þráðum um hvor leikurinn sé betri Source eða 1,6 og þessir þræðir enda oftast í rifrildum og skítköstum. Ég hef spilað báða leiki og finnst þeir báðir mjög skemmtilegir og undra mig á því af hverju það sé svona mikill rígur milli spilaranna og leikjanna. Oftast í þessum rifrildum segja 1,6 spilararnir: “Source silarar eru bara lélegir 1,6 spilarar” og Source spilararnir segja: “Þið tímið bara ekki að kaupa Half Life 2” eða “1,6 suckar því hann er svo óraunverulegur” Þannig ég bara spyr af hverju er svona mikill rígur á milli spilaranna og leikjanna ?