Eins og margir hafa fundið fyrir þá er eins og að cs samfélagið okkar sé að dvína. Það sem fólk tekur kanski mest eftir eru þessi GG póstar sem hafa látið sjá sig mikið á huga núna undanfarnar vikur. En það sem kanski skiptir aðal máli, er að við erum ekki að fá nýja leikmenn inn eins og við gerðum.
Menn hafa alltaf verið að hætta að spila counter en við höfum bara alltaf verið að fá svo marga nýja spilara á móti, og líklega fleiri en þá sem hætta. Þannig að heildar talan hélt alltaf áfram að stækka þangað til núna fyrir tæpu ári.
En núna hefur það náttlega breyst með tilkomu CS:Source. Þeir sem eru að koma og byrja að spila tölvuleiki virðast meira sækja í CS:Source heldur en CS 1.6 - hugsanlega útaf því að það mætti búast við að einn daginn yrði Source aðal leikurinn og það myndi kanski koma sér vel að hafa byrjað að spila hann á undan hinum til að ná smá forskoti.
Svo basicly þá er staðan núna að hópurinn sem spilar CS 1.6 er eins og deyjandi ættbálkur. Við fáum lítið sem ekkert af nýju blóði inn í kerfið og margt lítur út fyrir það að eftir 1 ár þá verði allt að helmingurinn af þeim sem spili núna búnir að gefast upp á þessu. Sumir einfaldlega útaf þeir eru meðvitaðir um að leikurinn sé að deyja hér á landi og hugsanlega ætla sér að fara í source eða einhvern annan leik, síðan náttlega menn sem eru búnir að spila þennan leik mjög lengi og eru búnir að minka spilunina hjá sér niður í lítið sem ekkert og hafa haft það á dagskrá að hætta algjörlega í bráð. Og síðan önnur allskonar dæmi.
En það sem ég ætlaði að tala um er þetta nýja HL2 mod sem ég rakst á. Þetta er vonandi eitthvað sem getur sameinað 1.6 og Source samfélagið í eitt sem gerir það náttlega mikið sterkara. Þetta er Mod sem er byggt á Source vélinni en mun herma nákvæmlega eftir 1.6 með maps og gameplay. Semsagt við erum að tala um leik sem lítur út eins og 1.6 með Source grafík.
Þó að CS:Source sé byggður eftir CS 1.6 þá veit hver maður að Source er ekki líkur 1.6 að miklu leiti.
Möppin eru annaðhvort out of scale, þ.e.a.s eins og long í DD2 í short er liggur við styttra en short, eða búið að bæta einhverju drasli við það eins og gosbrunni eða einhverju drasli til að gera leikinn “raunverulegri”.
http://www.cspromod.com <<< Hérna er linkurinn á síðuna hjá mönnunum sem eru að gera hann. Hægt er að sjá nokkur flott screenshot þarna úr De_Nuke sem líta alls ekki ílla út miðað við hvernig þetta map lítur út í Source vélinni í dag.
Mæli með að þið lítið á þetta.