Aftur er ég kominn með nýja vöru sem maður bókstaflega slefar yfir. Það eru nýju heyrnartólinn frá Steelpad í Danmörku sem ganga undir nafninu SteelSound 5H !
Fékk heyrnartólin rétt fyrir helgi og ég verða að segja að ég varð nokkuð hrifinn af þeim strax. Þau eru nokkuð “speisuð” í útliti og lýta út fyrir að vera nokkuð sterkbyggð. Hægt er að taka þau í sundur undir flutning sem getur auðvitað borgað sig ef þau nú verða fyrir óþarfa hnjaski.
En inn á server að skjóta hausa sem gékk náttúrulega ekki alveg eftir planinu því maður er jafn ryðgaður og gamall Fiat Uno frá 1980 eftir svona langt frí!
En strax tek ég eftir hljómgæðunum í þessum frábæru heyrnartólum. Aldrei hef ég nokkurn tímann heyrt svo gott sound-spot! de_nuke var þvílík uplifun. Maður heyrði bókstaflega í öllum á mappinu! Sem dæmi þá fór í á DD2 og ég heyrði í CT hlaupa um skjóta út í loftið á Bombsite A frá rampi á long! Þessi heyrnartól er sérstaklega hönnuð fyrir CS og það heyrist! Prufaði líka BF2 og Doom3 og það var auðvitað dúndurflott sérstaklega Doom3, maður varð bara skíthræddur!! :D skírt og flott hljóð og góður bassi því þetta er lokuð heyrnartól.
Flest allir kannast auðvitað við aum eyru eftir langa og mikla notkun með lokuð heyrnartól en ekki þessi.. þau er mjög þægileg og loka allt hljóð utanfrá því ég hafði kveikt á sjónvarpinu og heyrði varla í því.
Eitt annað sniðugt feature er hljóneminn. Hann er innbyggður í vinstri helming og það er einfalt að nota hann.. bara toga hann út og ýta honum inn (Sounds kinky).
Hvað varðar þol þá eiga þau að þola verulega mikið hnjask( en ég fór nú samt ekki að grýta þeim í gólfið til að sjá hvað myndi gerast :D )
Overall þá finnst mér þetta vera bestu heyrnartól sem ég hef prufað, Siberia eru auðvitað tær snilld en SS 5H eru 1.klassa fyrir ofan. það sést líka á verðinu.
En og aftur framleiða Steelpad vöru sem á pottþétt eftir að slá í gegn.
Here is what Emil ‘HeatoN’ Christensen - NIP had to say about the Steel Sound 5H:
“When I tried out the first samples of this headset, I couldn’t really believe how good the sound was. We have been working hard for the last 6 months, on developing this headset to fulfil all necessary aspects to optimize a headset for serious gaming. This is a REALLY good headset which offers a lot of comfort, and the best possible sound in gaming.”
Here is what Jonas “whiMp” Svendsen – SK-gaming had to say about the Steel Sound 5H-USB:
“It just sounds good – it actually enhances your performance because the sound has been seriously optimized for gaming!”
hér eru nokkur links á ensk reviews með myndum:
http://dx.ampednews.com/?page=articles&id=10770
http://www.gameplasma.com/articles,id,88.html
Verð fyrir SteelSound 5H : 12.990,- M/VSk
Verð fyrir Icemat Siberia: 7.990,- M/VSK
Ég þakka fyrir mig og endilega hafiði samband ef þið hafið einhverjar spurningar.
Með kveðju
Helgi Bjarnason a.k.a Bandit is rws #rws.is
Bandit@simnet.is
S: 662-1341
www.IcePads.com
[.Oldies.]Bandit