Þar sem búið er að slútta gömlu deildinni þá stendur til að starta nýrri sem allra fyrst. MKK menn hafa verið orðaðir við umsjón og held ég að við séum vel til þess fallnir að halda utan um þetta.

Það sem ég held að sé mikilvægast í þessu er að átta sig á því að það að vera góður leikmaður í DoD gerir þig ekki sjálfkrafa að góðum aðila til að halda utanum deild, vissulega kemur stjórnun og skipulagning inn í báðum tilfellum en á mismunandi hátt.

Við í MKK höfum reynslu í stjórnun og skipulagningu á mörgum sviðum (af því að við erum gamlir kallar upp til hópa :)) og myndum gjarnan vilja sjá um deildina í samvinnu við öll klön sem skrá sig í hana. Sú samvinna felst að sjálfsöðu í þvi að allir pósti úrslitum, mæti í leiki og þar fram eftir götunum.
Þetta kemur ekki til með að ganga upp ef klön skrá sig án þess að sinna síðan framhaldinu.

Ef einhver er alfarið á móti því að við tökum þetta að okkur (ekki einir, heldur í samvinnu við þá sem vilja aðstoða okkur) þá er um að gera að byrja að fleima þennan póst og dissa… en ef enginn hefur neitt á móti þessu fyrirkomulagi þá fara hjólin að snúast og ný deild kemur til með að líta dagsins ljós innan skamms.

Kveðja,
Mutterbomser<br><br>[-M.K.K-] Mutterbomser

-I´ll boms your mutter any time!


<img src="http://www.islandia.is/atlih/logo.jpg">
</p
[-M.K.K-] Mutterbomser