Frá sjónarhóli mínum:
Í fyrsta lagi:
1. Ónefndum spilara er sparkað af server fyrir að spawncampa.
2. Viðkomandi spilari hringir í Simnet.
**(update, var að heyra að 5 kvartanir hafi borist þá vikuna, frá sinnhverjum aðilanum)**
3. Einhver innandyra hjá Simnet fær flog.
4. Rconar eru beðnir um að koma með uppkast að reglum.
5. Breytt er um lykilorð á báðum public serverum Simnets
6. Rconum er sagt að þeir geti hypjað sig ef þeir komi ekki með “mjög góðar ástæður” fyrir því að þeir fái að halda áfram.
7. Auglýst eftir nýjum stjórnendum því núverandi hafi “allir sagt af sér”
Við þessu hef ég þetta að segja:
1. Var ekki á server og veit því minnst um málið. Þeir sem nenna geta eflaust fundið kork um þetta.
2. Dæmir sig sjálft.
3. CS Source netþjónarnir hafa verið olnbogabörn hjá Simnet frá upphafi, hvað breyttist?
4. Rconar komu með margar tillögur, sem enginn veit hvað varð um, eða hvort voru skoðaðar yfirhöfuð.
5. og 6. Hefði nú verið hægt að segja við þá Rcona (sem voru þó sumir í einhverju sambandi við Admina):
“Við erum að gera breytingar á tilhögun, þið þurfið að sækja um ef þið viljið halda áfram.”
7. Ha? Er ég búinn að segja af mér?
Ef það er að “segja af sér”…
… að halda utan um bannlista, þá já, ég hef sagt af mér.
… sjá til þess að bannlisti sé endurhlaðinn í hvert skipti sem server er endurræstur, þá já, ég hef sagt af mér.
… að slá inn allan listann í höndunum (á 4 serverum) þegar það virkaði ekki, þá já, ég hef sagt af mér.
… að vera allt í einu ekki með aðgang til að gera þetta allt, þá já, ég hef sagt af mér.
… að vilja vera sýnd sú virðing að talað sé við mig ef einhver er ósáttur við það sem ég hef gert, þá já, ég hef sagt af mér.
… að vilja meiri upplýsingar um framkvæmd, þá já, ég hef sagt af mér.
… að vera ósáttur við allt þetta mál, þá já, ég hef sagt af mér.
… að vilja fá meiri (einhvern smá, ekki mikið, bara pínu-oggu-pons) stuðning frá Simnet, þá já, ég hef sagt af mér.
… að vera pirraður yfir þessu máli öllu, þá já, ég hef sagt af mér.
——————-
Í öðru lagi:
Þá finnst mér að hefði verið allt í lagi að þeir sem eyddu frítíma sínum, ókeypis, en sáu þó um að _eitthvað_ væri fylgst með því að svindlarar, spawnflasharar, spammarar og aðrir slíkir væru ekki að skemma leikinn fyrir öllum hinum hefðu verið:
1. Spurðir: “hvað hefur þú lagt fram til samfélagsins og hvað finnst þér að mætti betur fara?”.
2. Fengið upplýsingar um stöðu mála hverju sinni, þó ekki hefði verið nema af virðingu við allt sem þeir máttu þola (hótanir, orðbragð, almennur dónaskapur og leiðindi margra) meðan þeir reyndu að leyfa meirihlutanum að njóta leiksins fyrir skemmdarvörgunum.
3. A.m.k. sagt: “Við viljum ekki hafa þig sem Rcon áfram, takk fyrir og bless”.
Semsagt, sýnd sú kurteisi af hálfu Simnets að fá að vita hvað væri í gangi og hver væri staðan á því.
Cpl.Fleimu