Sæl, þið sem þekkið mig ekki eða vitið ekki hver ég er, þá heiti ég Guðmundur Helgi eða betur þekktur sem roMim á netinu og spila fyrir hið heitt elskaða lið seven. Þar sem mér hefur fundist þetta áhugamál vera í frekar mikilli lægð undan farið þá langar mig bara að segja eitthvað, koma smá hlutum frá mér og tjá mig smá.. mér er alveg sama þótt þetta áhugamál sé annað eða þriðja vinsælasta áhugamálið á huga, það er pretty much orðið leiðinlegt.
Ég held ég fari með rétt mál þegar ég segist hafa spilað í 4 ár. Á þessum 4 árum hef ég farið á 11 skjálfta, tvisvar til útlanda að spila og hef farið á hundruði lana í heimahúsum, ég hef kynnst tugi stráka í gegnum þennan leik og sumir þeirra eru orðnir mjög góðir vinir mínir núna í dag.
Ég hef fórnað miklu til að geta náð þessum árangri í leiknum, ég missti næstum allt samband við vini mína úr grunnskóla, ég féll í menntaskóla og smitaðist af hinum ógeðslega sjúkdómi leti. Ég spyr mig daglega hvað ég væri að gera hefði ég ekki óvart ratað inní Gamedome einn daginn. Væri ég núna að massa skólann, í vinnu með skóla og með kærustu? Kannski. Svo á hinn bogin spyr ég mig líka daglega hvort ég mundi vilja skipta á öllum minningunum sem ég hef fengið á þessum 4 árum í gegnum þennan leik og reynslu minni í mannlegum samskiptum, ég er ekki viss hvað ég mundi gera.
Þegar ég byrjaði í leiknum bar ég massíva virðingu fyrir þeim sem voru betri en ég, alveg sama þótt þeir væru ógeðslega ljótir sveittir og asnalegir þá bar ég þvílíka virðingu fyrir þeim, ég var að koma inní samfélag sem þeir hefðu gert og byggt upp. Þú kemur ekki nýr inní fótbolta lið og byrjar að haga þér eins og asni og þykist ráða eitthverju, þá ertu einfaldlega rekinn. Þetta er svipað með CS samfélagið á íslandi, fyrir utan að þú ert ekki rekin heldur verðuru hataður. Það sem einkennir íslenskt cs samfélag er óvirðing, skítköst, leiðindi og asnalegir svindlarar. Ég skil ekki hvað hrífur 13 ára gamlan dreng sem var að fá fermingarvélina sína að byrja spila þennan leik, væntanlega fíkn í leikinn en sjálft samfélagið er að hruni komið.
Það sem ég er að segja er að þið eigið að bera virðingu fyrir þeim sem eru betri en þið í leiknum, alveg sama hver það er,útaf markmið þitt er að verða betri en hann.
Mér finnst sárt að sjá þegar MurK t.d voru að rústa í CAL-i og allir voru spammandi á #MurK að þeir væru bestir og góðir og allir actually elskuðu MurK þar á meðal ég, svo núna t.d um daginn unnu seven Astralis í EuroCup, sem mundi teljast frekar merkilegt fyrir íslenskt cs lið að gera, ég fékk ekki eitt ‘gj’ eða hrós frá NEINUM íslenskum spilara, meðan ég fékk nokkur frá erlendum spilurum. Halló wtf? er ekki frekar basic hlutur að halda með besta liðinu á íslandi? Hvað höfum við gert til þess að fá ekki þá virðingu sem við eigum skilið frá ykkur? Það breytir fáranlega miklu fyrir okkur ef við fáum stuðning!
Það kæmi mér ekki á óvart ef seven mundi draga sig gjörsamlega útur íslenska samfélaginu innan skamms, við fáum ekkert nema skítköst og leiðindi yfir okkur.
Ég ætla taka dæmi um bæði heimsku og hatur margra spilara á íslandi, það pirrar mig ekkert meira en að sjá fólk ælandi yfir menn eins og spike bara útaf WarDrake gerir það. Svo þið vitið það þá _HATAR_ WarDrake ekkert spike, hann skrifar illa um hann á Cornerinu sínu til að krydda uppá þetta samfélag, mér þætti vænt um ef einhver mundi finna eitthvað þar sem spike svarar fyrir sig. Hættið að vera svona fáranlega dómharðir og bara hreint út sagt anstygglegir.
Hér er annað dæmi, hvernig hafiði það í ykkur að skíta gjörsamlega yfir dimians? Þessi drengur hefur ekki gert NEITT nema gott fyrir þetta samfélag bæði með mótum, uploada myndum fyrir ykkur og alskonar skemmtilegheitum til að gera þetta skemmtilegra fyrir OKKUR, svo fær hann ekkert nema saur í smettið fyrir allt erfiðið. Ég viðurkenni að hann er soddan kjáni og á ekki erfitt með að mismæla sig en hann á ekki neitt af þessu skilið sem hann fær, hann á bara gott skilið.
Þegar ég er eitthvað að fokkast á huga og skjóta smá er það allt gert í góðu og þeir sem ég skít á vita það vel og þekkja mig, ég segi örsjaldan eitthvað við fólk sem ég þekki ekki á huga og á irc.
Það er allt gott í hófi, það má alveg skjóta en persónuleg skot eru alveg mest yesterday og duttu úr tísku þegar rómaveldi hrundi.
Á næstu dögum ætla ég að koma með grein fyrir ykkur byrjenduna hvernig er auðveldara að verða góður í CS :-D
Vonandi skilduð þið sem ég var að fara með þarna, ég nenni ekki að fara í þetta eitthvað nánar, stop the hating og byrjið að respecta, þá verður þetta allt mikið fokking skemmtilegra!