Á Skjálfta 3 | 2005 verður sú nýjung að boðið verður upp á keppni bæði í CS:S og CS:1.6, á sitthvorum tímanum.
Sem þýðir að ef fólk vill keppa bæði í CS:S og CS:1.6 að …. þá getur það það ;)
Eina sem þarf að gera er að fara inn á www.skjalfti.is/skraning og adda einu litlu sætu liði í “Half-Life2: Source”
Ekki þarf að skrá leikmann aftur, nóg er að einn búi til lið, setji það í Half-Life2 Source og setji inn kennitölur hjá spilendunum í listann og voilah!
Ef tími gefst til fyrir 2 BotW-keppnir ( Best of the Worst, aukakeppnin sívinsæla) þá verður líklegast EKKI hægt að keppa í báðum auka-keppnunum í einu, en það verður bara að koma í ljós á Skjálfta :)
Vonumst við til með að sjá sem flest CS:S lið á Skjálfta ;)
-Öllum spurningum um skráningu verður svarað á #skjalfti-skraning á IRCNet