Tilgangurinn er ekki drama.
Tilgangurinn er að koma þessum skilaboðum til skila.
Topic á #counter-strike.is er ekki nægjanlegt í þessu samfélagi lengur.
Veit ekki hvort að tilkynning sé nægjanleg, en ég tel mig ekki það mikilvægan að ég geti ritað grein um þetta.

Öll lendum við einhverntíman á vegg í lífi okkar.
Veggurinn blasir við mér og ég kemst ekki yfir hann ef ég er bundinn niður.
Hef ég látið biturð mína bitna á fólki sem á það ekki skilið. Spurning hvort maður biðji klanfélaga sína afsökunar á óstöðugri geðheilsu minni síðustu vikurnar, veit ekki.

Lífið er eins og krukka. Til að lifa því þá þurfum við að fylla hana upp með einhverju.
Flestir byrja á því að fylla hana með sandi, enda er það það sem ungdómurinn gengur út á. Að prufa að fylla krukkuna með mismunandi hlutum.

Fyllið krukku af sandi. Þið áttið ykkur á að þið ekki getið komið neinu öðru í krukkuna.

Tæmið hana.

Setjið stóra grjóthnullunga í krukkuna. Er hún full?
Nei.
Þið getið bætt við möl.
Þið getið svo bætt við sandi.
Og hellt vatni í þar á eftir.

Ef þið hefðuð fyllt upp með sandi þá hefðuð þið ekki einusinni komið möl fyrir.

Ekki fylla krukkuna af sandi, byrjið á að sjá um stærri hlutina og komið þeim vel fyrir.
Málið er að þið ekki getið komið stóru hlutunum í lífi ykkar fyrir ef þið einblínið um of á smáatriðin sem í raun ekki skipta máli.

CS er ekki nema sandur fyrir mér.

Yfir vegginn ég skal.

Ég er hérmeð hættur öllum rcon/admin störfum á counter-strike leikjaþjónum Internetdeild Símans.

Þakka ég fyrir mig og óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.

Gústi.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.