Af ýmsum ástæðum þá hef ég ákveðið að setja smá reglur varðandi myndir af hjólum fólks, eða svokallaðar bikecheck myndir.
Það er allt of mikið af þessum myndum að rúlla inn, og held ég að margir gætu verið sammála því að á meðan öllum finnst gaman að senda inn mynd af hjólinu sínu og heyra eitthvað um það, þá er góð mynd af góðu actioni mikið skemmtilegri.
Sérstaklega núna þegar það er komið sumar og mun fleiri myndir í umferð, og þá þarf ég að fara að vera strangari á hvaða myndir eru leyfðar og hverjar ekki.
Aftur að málinu. Bike check myndir þurfa semsagt að vera í almennilegum gæðum, þetta þurfa að vera almennilegar myndir, og þá er ég að tala um engar símamyndir og þannig rugl (nema menn séu með einhvern geðveikann síma :)). Ég er heldur ekki að tala um að fólk þurfi að vera pro ljósmyndarar í þetta.
Annars þá þarf að senda inn specca með myndunum, telja upp parta á hjólinu og bara hvaða upplýsingar sem ykkur langar til að senda með, en þó aðallega partalista.
Nafnið á hjólinu í fyrirsögnina, ekki “hjólið mitt” eða “gripurinn” eða eitthvað í þá áttina, takk fyrir.
Þá held ég að það sé allt upp talið, ég er búinn að hafna nokkrum myndum eins og er, og er fólki velkomið að senda þær aftur inn, með speccum og alvöru nafni.
Kvartanir og væl berist hingað.
Kindin