Æ nei, ekki reyna að gera lítið úr þessari tegund listar kæri Crestfallen…
Sama hvar þitt fagurfræðilega gildismat liggur þá er stór partur af graffiti senunni hrein og bein list. Sá hluti af þessari senu sem ég fylgist með eru annarsvegar stenslarnir, oft pólitískir, skemmtilegir, góð skilaboð sem samfélaginu veitir nú ekki af, fyndnir og mjög oft málaðir á rafmagnskassa svo þeir eru að skemma voðalítið, og svo hinsvegar eru það verkin (pieces) sem eru, og þú getur bara ekki neitað því, list.
Þó það séu tveir 13 ára gangsters hérna á internetinu sem finnst mega kúl að spreyja með tjöru á blokkir “fuck the police” eða woddafokk sem þeir gera, þá er ekki nnnææærrrruuuummmm allt graffiti þannig. Þetta er bara spurning um stereótýpur og að kafa dýpra ef maður vill ekki vera vitlaus. Ekki leggjast jafn langt og tveir 13 ára gangsterar á internetinu og fara að vanvirða menninguna og alla veggjarlistarsenuna, sem er mjög falleg.
Ekki misskilja mig samt, ég er alls ekki að reyna að bakka þessa gæja fyrir ofan eitthvað upp, og ekki heldur að vernda krotin og skemmdarverkin því ég er sammála þér í þeim málum.
En það sem er gert ólöglegt þarf ekki alltaf að vera ljótt og leiðinlegt og skemmdarverk…
Bætt við 3. september 2007 - 14:24 úthverfahryðjuverk barnakrimma
haha! skil ekki hvernig ég fór framhjá þessu áðan en jújú, það sést langar leiðir að þú ert maður sem dæmir eftir stereótýpum. Þetta ætti að vera ellefta boðorðið. Stendur ekkert um þetta í Kóraninum, að maður eigi ekki að dæma eftir stereótýpum og vera svaka vitlaus?