Föstudaginn 2 júní n.k. þá koma fram eitt af tveim stærstu öflum hiphop tónlistarinnar á Gauknum, GZA úr Wu-Tang Clan og Dj Muggs úr Cypress Hill. Tilefnið er 5 ára afmæli Kronik Entertainment, en þetta er liður í tónlkeika seríu Kroniks og Smirnoffs.
GZA er einn af meðlimum Wu Tang Clan en hún er ein af stærstu hiphop hljómsveitum allra tíma. GZA eða Genius eins og hann er oft kallaður á einnig af baki nokkara soloplötur sem hafa vakið mikla athygli. Platan hans Liquid Swords seldist í 2 milljónum eintaka og voru það lög eins og Liquid Swords og 4th Chamber sem gerðu hana af eina af bestu hiphop plötum fyrr og síðar.
Dj Muggs er aðaltaktsmiður og einn af stofnendum Cypress Hill en þá hljómsveit ættu flestir tónlistarunnendur að þekkja. Muggs er án efa einn áhrifamesti hiphop taktsmiðurinn í dag, Hann kom til að mynda House Of Pain á kortið með Jump Around svo fáeitt sé nefnt. Einnig hefur hann unnið að öðrum verkefninum til hliðar við Cypress Hill eins og Soul Assasins en þar vinnur hann með öllum heitustu röppurnum samtímans.
Nú nýverið gáfu þeir félagar saman út diskinn Grandmasters sem sló heldur betur í gegn hjá gagnrýnendum þar sem þessi plata minnir mjög á gullaldarár Wu Tang og Cypress Hill. Þeir munu flytja efni af þessari plötu ásamt öllum gömlu Wu Tang, GZA og Cypress Hill smellunum
Þetta verða án efa skemmtilegustu tónleikar sumarsins, húsið opnar kl 23:00, 18 ára aldurstakmark og kostar aðeins 2000kr inn. Upphitun verðu í höndum B.Murray, Original Melody og Dj B-Ruff