Tupac Amaru Shakur
1971-1996
Fæddur: 16. júní 1971 - Brooklyn New York
Látinn: 13. september 1996 - Las Vegas
Hæð: 170cm - Þyngd 84kg

Móðir: Afeni Shakur
Faðir: William Garland
Stjúpfaðir: Jeral Wayne Williams
AKA Mutula Shakur
Hálfsystir: Sekyiwa Shakur
Hálfbróðir: Maurice Harding
(Mopreme of Thug Life)
Guðfaðir: Elmer “Geronimo” Pratt


Hljómsveitir: One Nation Emcees, Two from the crew, Strictly Dope, Digital Underground, Thug Life, Outlaw Immortalz/Outlawz

Nick-name: MC New York, 2Pac, Makaveli (the don)

Hjúskaparaðstæða: Skilinn (Keisha Morris) og trúlofaður (Kidida Jones)

Tupac Shakur var fæddur í Lesane Parish Crooks, í Brooklyn. NY árið 1971. Þegar hann var ungabarn breytti móðir hans nafninu hans í Tupac Amaru eftir Indverskri hetju, “Tupac Amaru”, þýðir “Shining Serpent”. Shakur þýðir “Guði þakklátur” í Arabíu.

Frá barnæsku kölluðu allir hann “Svarta Prinsinn” . Þegar hann var 2ára gamall, fæddist systir hans, Sekyiwa. Barnsfaðir hennar Mutulu, var glæpon líka, nokkrum mánuðum fyrir fæðingu hennar var hann dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir vopnað bílrán.

Með Mutulu í fangelsinu, átti fjölskyldan mjög erfiða tíma. Sama hvert og hversu oft þau fluttu var Tupac alltaf hræddur. “Ég man að ég var alltaf grátandi. Það erfiðasta í uppeldi mínu var að ég virtist ekki passa í hópinn. Því ég var í rauninni ekki frá neinum stað við fluttum svo mikið. Ég átti enga félaga sem ég ólst upp með.”

Þegar Tupac var 12 ára gamall uppgötaði hann að hann elskaði að leika og koma fram, semja ástarlög og atriði. Á unglingsárunum flutti fjölskylda hans til Baltimore, MD þar sem hann vann til verðlauna í skólanum fyrir að koma fram sem leikari og að dansa ballet. Hann gat ekki haldið áfram í þessum skóla og að æfa því hann flutti til Californiu ásamt fjölskyldu sinni. Það var þá sem Tupac fór að hanga með villingunum eins og hann orðaði það sjálfur.

Þegar hann var 15 ára gamall kviknaði áhuginn á rappi hann byrjaði að semja texta og koma rímum sínum á framfæri, og að vinna í bakgrunni sínum í New York. Fólk í smábæjum hræddust hann, hann kallaði sig MC New York og fékk fólk til að halda að hann væri Gangsta'!

Þegar Tupac var tvítugur var búið að handtaka hann 8 sinnum, og sitja inni í 8 mánuði fyrir kynferðisbrot, og útfrá því var hann kærður 2 sinnum ranglega morð-ásökunum, í einni kærunni kom fram að 6 ára drengur var drepinn eftir að hafa gengið inní skotbardaga milli gengis Tupac's og annarrar klíku.

Tupac gekk í rapp-hljómsveitina Digital Underground sem dansari. Ekki löngu eftir að sveitin vann til verðlauna gaf Tupac út sína eigin plötu sem fékk nafnið “2Pacalypse Now”, sem gekk einnig mjög vel með. Smellurinn “Brenda's got a Baby” hjálpaði Tupac að skjótast á stjörnuhimininn. Hans frábæru hæfileikar gáfu honum einnig hlutverk í kvikmyndinni “Juice” Tupac gaf fljótlega út sína aðra breiðskífu “Strictly For My N-i-g-g-a-z” sem varð enn vinsælli en sú fyrri! Velgengi Tupac's gerði hann að þeim besta á sínu sviði.

Í nóvember 1994, var skotinn 5 sinnum á meðan á ráni stóð þar sem þjófarnir sluppu með $40,000 dali. Tupac náði með kraftaverkum að ná sér að fullu af meiðslum sínum og gerði eina bestu rapp-plötu allra tíma árið 1995 sem var kölluð “Me Against The World”

Góður kvikmyndaleikur Tupac's kom honum í kvikmyndina “Poetic Justice” þar sem hann lék á móti Janet Jackson og ferill Tupac's á mikilli uppleið. Hann var kærður fyrir kynferðislegt áreiti á konu sem hann hitti á næturklúbb, rétt áður en hann var dæmdur sekur var hann rændur og hótað lífláti af manni sem enn er ófundinn. Tupac fékk tryggingu uppá 1 milljón dollara og var leystur út. Eftir að hann var látinn laus svaraði hann gagngrýnendum sínum með því að gefa út sína bestu plötu “All Eyez on Me” og seldist hún í 6 milljón eintökum í USA sem er met fyrir tvöfaldann Rapp-geisladisk. Tupac fékk einnig hlutverk í þremur öðrum kvikmyndum, “Griddlock'd”, “Bullet”, og “Gang Related.”

Þann 7. september var Tupac skotinn af ófundnum manni og lést á spítala þann 13. september 1996, margt gerðist þetta kvöld og er þetta eitt dularfyllsta óleysna morðmálið í USA.

Eftir að Tupac lést gaf útgefandi hans út plötu sem kölluð var “TUPAC”. Síðasta kvikmyndin sem hann lék í var “Gang Related”, sem var frumsýnd 1997, og fékk góðar móttökur.

13. September 2004 var áttunda minningarhöfnin hans tileinkuð um allann heiminn.
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”