Jæja…þá er ég að fara að byrja aftur í hestamennsku eftir langt hlé. Ég var það ung þegar ég átti hesta að ég verð að viðurkenna að mig vantar öll undirstöðuatriði í reiðmennsku..þ.e.a.s. að halda hesti til gangs og svoleiðis. Þar sem þetta er nú svona vefur fyrir hestafólk datt mér í hug hvort þið gætuð gefið mér einhver góð ráð í sambandi við ásetu og taumhald þegar kemur að tölti og brokki. Ég veit að best fyrir mig væri að fara á eitthvað námskeið og á ég eftir að gera það einn góðan veðurdag :) en öll góð ráð eru vel þegin. Takk fyrir!