hann Kolli var besti vinur minn, amma min átti hann og ég fékk að ríða út á honum öll sumur uppi sveit.. og stundum i borgini þegar hann var þar.. en svo fyrir nokkru var gullmolin minn haltur og allt var reynt.. dýralæknar gáfu honum sprautur og skoðuðu hann, og alskonar próf voru gerð. Hann var hvíldur heilan vetur og ekki batnaði fóturinn á krúttinu mínu. Hann lagaðist reyndar i ca mánuð og ég fór nokkru sinnum á hann þá og honum fannst mjög gaman.
Ég fór og kvaddi hann fyrr i sumar því að þá var tekin ákvörðun um að líf hans væri orðið langt(19 vetra) og það var engin ástæða að pína og kvelja grey kallin i að lifa lengur þegar hann gæti ekki fengið nógu mikla hreyfinu(þar sem að hann meiddi sig þegar hann gekk) Ég kemdi honum og fléttaði bæði fax og tagl og sat/lá ofan á honum og talaði við hann lengi lengi inn í bás þegar ég var að kveðja hann, og gaf honum rúgbrauð. Hann var æðislegasti hestur sem ég hef þekkt og ofboðslega góður og elskaði rúgbrauð og brauð.. hann var voða penn en gráðugur..
Svo kom amma mín til mín núna seinasta sunnudag og sagði mér að frændi minn hafi farið með hann.
Og nú er Kolfaxi allur.
ég veit að þetta er ekk vel uppsett.. plís engin skítköst.!
með fylgjandi er mynd af okkur.- hún er eflaust tekin þar seinasta sumar.
Viltu bíta mig?