Ég hef mikla trú á Strák mínum frá Miklabæ, annars þá var ég ekki mikið á sýningum, en Íþróttamót Snæfellings var eftirminnilegt, við Þokki að keppa í fyrsta skipti í fimmgangi og gæðingaskeiði, svo vorum við kvött af áhorfendum og dómurum til að keppa í 100 metra skeiði líka, klárinn orðinn svo allt of spenntur að það varð að halda honum til að ég kæmist á bak og vá þetta var svo gaman, klárinn var við það að prjóna yfir sig á skeiðvellinum þegar hann varð að horfa eftir hinum hestunum á undan sér, í 100 metra skeiðinu var mér sagt að renna honum bara af tölti, hann væri það vakur að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur þó ég hefði alldrei gert það áður, en þarna vorum við í 3. í fimmgangi, 2. í gæðingaskeiði og 4 í 100 metra skeiði, enda þá var klárinn orðinn þreyttur, svo lögðum við frammúr sigurvegaranum á sigursprettinum útaf vellinum.. Sakna klársinns, verð að fara að koma þeim í bæinn..