Í fyrsta lagi þá stafa slík hegðunnarvandamál af virðingarleysi, sjálf lít ég svo á að ef hestur virðir mann ekki á fæti er það hreinlega fáranlegt að ætlast til að hann virði mann þagar maður er kominn á bak ekki satt?
En þú verður bara að koma því inn hjá honum að hann á að virða og hlíða þér. Kenndu honum að virða og hlíða písknum. Ekki leyfa honum að vaða yfir þig.. Látu hann bakka undan taumi við hendi án písks, víkja að framan og aftan. Ef hesturinn víkur fyrir þér þá er það merki um virðingu ;) Nota lónseringuna, láta hann hlaupa nokkra hringi og stoppa, snúa við og hlaupa fleiri hringi og stoppa. Oft stafa hegðunnarvandamál af einhverju sem hefur gleymst í tamningunni. En tömduð þið hann eða var hann sendur í tamningu?
Þegar þú ert að fara á bak, ef hann hreyfir sig þá beygirðu honum í hring, lætur hann kyssa ístöð, ferð hálf á bak legst eiginlega yfir hnakkinn og bíddu þangað til hann stendur kyrr. Þegar hann er farinn að standa kyrr þá geturðu farið að bíða nokkrum sek lengur eftir að hann stoppar, fara alveg á bak og láta hann standa kyrran.
En varðandi járninguna þá þarf hann bara betri undirbúning, taka upp lappirnar reglulega, halda henni smá stund, sleppir svo og leyfir honum að hvíla sig, hvíld er verðlaun, gefa kannski einn köggul, svo tekurðu löppina og heldur í nokkrar sek og sleppir, tekur svo næstu, ef hann reynir að setja hana niður heldurðu bara fast og bíður aðeins lengur, svo ferðu smátt og smátt að lengja tíman, leggja kannski skeifu við, slá létt högg með hamri á hófinn, svo á skeifuna við hófinn, og smátt og smátt lærir hann að hann á að standa kyrr..
Ef hesturinn er frekur þá verðurðu bara að vera en frekari, ég vil frekar hafa of spakt og þá jafnvel frekt hross í tamningu en of styggt ;Þ
En annars eru þetta bara ráð sem ég hef mikið notað, spurning hvernig hvað virkar og hvað ekki við hann Mána þinn.
En gangi þér vel og ekki hika við að spyrja, lýsa vandamálunum bara greinilega og þá getum við svarað þeim ;)