Þetta er æfing í rauninni, hefurðu heyrt um að leika aðeins við tauminn? Eða nikka smá í sitt hvoru megin til að fá hestinn upp?
Allavega þá er hestinum kennt með þessu rólega að reisa sig meira, tekur aðeins í tauminn hækkar aðeins taumhaldið, ekki of mikið samt og nikkar aðeins og hestur sem kann þetta hækkar sig um leið, svo er haldið við hann og lagt kálfana þetta að hestinum og kvatt til að fá hestinn til að lyfta meira..
En til að kenna hestinum þetta þá þarf að kenna honum safnandi æfingar, t.d. krossgang og sniðgang.. Ég skal reyna að koma með grein um krossgang og sniðgang bráðlega, hef ekki alveg tíma og þolinmæði í það núna.. Eins er hestinum kennt að gefa eftir og hækka og lækka höfuðburðinn svo eftir skipun og alltaf kennt meria og meira til að fá meiri höfuðburð og lyftingu..
En þetta var ég einmitt að vesenast með í fyrra, skildi þetta ekki en var samt óvart að kenna hestinum grunninn að því þegar ég var að kenna honum að virða mig meira.. En ég fékk svo almennilega leiðbeningu í sumar á hesti sem kunni þetta vel.
En þegar hestur sem kann þetta ekki vel er tekinn upp má ekki biðja um of mikið í einu, ekki halda ofstíft við en halda taumnum í svipaðri stöðu, gott er að láta hann bakka eitt til tvö skref fyrst eða stytta í taumunum þegar hestinum bregður og fara bara hægt á stað, byrja bara á stuttu hægu feti..
Vona að þetta nýtist eitthvað, annars þá er ég ekki neinn snillingur í þessu, hef bara verið með einn hest sem kunni þetta, einn sem getur þetta en verður líka helvíti fúll um leið og eins var ég með trippi, honum var þetta í raun bara eðlislegt, með meiri tamingu gæti hann orðið flottur ^^
En hann fer í tamningu eftir áramót..