Ég reyni þetta helst berbakt, hætti alveg að nota tauminn gef honum bara ábendingar með ásetu, held ég þurfi tauminn ekki eftir nokkra hringi smá halli og hann beygir, æfingin kennir honum margt, er farið að langa að prufa að leggja hann berbakt.. Eins ætla ég á honum í fimmganginn í vetur, langar að vita raunverulega hvað hann getur, áður en hann verður of gamall, þarf bara að herða mig upp og hætta að spá í því hvort ég kunni þetta eða ekki ;)
Það var yndislegt þegar ég hafði ekki lagt hann í um 2 mánuði, fór í reiðtúr með náunga sem ætlaði að vera rosa sniðugur og sýna okkur góðan skeiðsprett, en hesturinn lá ekki hjá honum, þegar ég fattaði hvað hnn ætlaði sér, mér var bara sagt að stoppa aðeins, þá hætti ég að reyna að halda aftur af hestinum og hleypti frammúr honum, á skeiði, þá fyrst var hann hissa.. Þar sem hesturinn var í nánast engri þjálfun, kominn á tíma á járningu, bráðabyrgðajárning í rauninni og gangurinn því í svolitlu rugli, en hann var samt öruggur á skeiðinu, fólk hafði bara ekki neina trú á hestinum áður…
En það sem ég á í raun við er að ég fótbrotnaði illa fyrir um 4 árum, brotinu var reddað með nagla sem ég átti ekki að finna fyrir en ef ég beiti fætinum vitlaust, haltra ég bara eftir smá stund og þar sem ég er ekkert voðalega stór þá telja sum hross uppá því að líta á mig sem krakka.. þá 3 vetra folinn minn, Strákur, var talinn 4 og því taminn ári of snemma, tók sína syrpu með þetta ætlaði bara yfir mann, hefði getað orðið hættulegur með þetta, en ég náði taki á hálsinum og framm á snoppuna yfir öndunnarveginn, snéri honum bara í hringi þangað til hann stoppaði!
Hann teymdist á hökuskegginu eftir það og hlýðir nokkuð vel á miðað við frumraun mína í tamningum, yndislegur, þegar ég áhvað að reyna tölti töltsettist hann algerlega á hálftíma.. En hann byrjar alltaf sem alger sprengja og róast svo niður, tékkar á öllu sem hann kann, sme er reyndar bara fjörofsi og ef maður nær að stoppa alla stælana af í upphafi þá er hann barnvænn en ef ekki, tja það er eitthvað sem ég hef ekki komist að enþá ;) Samt spes að sjá það í einu 2 skiptin sem einhver annar hefur farið á hann, maður áttar sig ekki á fjörinu eins vel á baki.. Þreytist aldrei á honum..
En vó 190 á hæð.. “Bara” 40 cm hærri en ég þá, það er spes =P
Bætt við 10. nóvember 2006 - 22:48
Hluti af þessu er farið út í smá rugl, sorry, ég sakna bara hestanna talsvert og fynst því yndislegt að skrifa smá um þá ;)