Ég sá kork hestaunnandans FinnbogaD og ákvað því einnig að senda kork um minn fák.
Unnar frá Breiðhnappamýrum er fákur sem ég fékk frá frænku minni vegna þess að hennar hestur hafði ungað út einum ljúflingi.
Ég átti að bera ábyrgð á honum og hef alltaf gert þar sem þetta er minn fákur.
Ég hef alltaf greitt honum, sett á hann slaufu og klætt í fín föt þegar það á við og hugsað vel um hann.
Unnar er rauður á lit og er afar hlýðinn. Þó er stríðnin aldrei langt að baki.
Gaman væri ef hestaunnendur kommentuðu um sína fáka hér fyrir neðan.
Bætt við 7. nóvember 2006 - 17:31
Fyrir þá sem misskildu var þetta með fötin eilítið skraut, þar sem ég myndi aldrei gera grín af hetjunni minni.