Ég fékk Top Rider í fermingargjöf sem ég er ekki að fíla lengur… hann er allt of þykkur og ég er svo langt frá hestinum í honum, mér finnst ég ekkert samband hafa við hestinn svo núna er ég farin að nota gamla hnakkinn minn frá afa sem er ekki einu sinni eitthvað merki, bara gamall hnakkur sem er eins og sniðinn fyrir mig…
Það var samt eitt voða gott við Top Rider hnakkinn minn, það var að það er rússkinn í sætinu og það hjálpaði mér rosalega við ásetuna, sérstaklega á brokki og höstu stökki… en púðarnir eru hræðilegir í honum og mér finnst leðrið hörmung…
Það er alveg málið að velja sér sjálfur hnakk, fara með mömmu og pabba að velja hnakkinn, ekki láta þau bara velja… ég er fyrst núna að þora að segja mömmu og pabba að mér líki ekki við hnakkinn minn en ef þau hefðu bara spurt mig og leyft mér að koma með þá gæti ég átt hnakk sem mér líkar við núna…
Með kveðju frá hestafríkinni…