Er einhver hérna sem myndi nenna að gefa mér svona byrjanda leiðbeiningar um reglur og prógram í fimmgangi? Hvað þarf helst að hafa í huga þegar maður keppir í fimmgangi?

Allavega, nú þegar ég er komin með aðgang að ágætis velli, þá ætla ég að fara að byrja að þjálfa klárinn minn í skeiði, hætta þessari vitleysu og láta reyna á það sem hann hefur raunverulega hæfileika í, veit en ekki hve mikla en hef en ekki setið betra skeið. Fjórgangurinn hentar honum ekki vel (of mikið skeið), ég ætla því að reyna hann í fimmgangi og gæðingaskeiði. Veit ekki enþá hvort ég muni sýna hann sjálf eða bara þjálfa hann fyrir einhvern sem yfirhöfuð kann að sýna skeið en það væri gaman að fá smá upplýsingar ;)
-