Draumatryppið heitir Strákur og er frá Miklabæ, ég fékk han ótaminn og tamdi hann sjálf, sem minnir mig á að ég á eftir að senda inn grein um tamningu hans við tækifæri ^^
Draumahesturinn sem er full taminn, er dansandi af fjöri, prjónar eftir skipun, er ofboðslega næmur og viljugur alhliðahestur og hann heitir ÓÞokki frá Þórshöfn!
Ég er semsagt mjög sátt við mína tvo, en ef ég ætti að velja hross þar fyrir utan mindi ég velja merina Ronju frá Hólum í Helgafellsveit, en hún var vandræðapakki, var líklega ein mesta trunta sem ég hafði komið á bak á þegar ég prufaði hana fyrst, rauk, skvetti og prjónaði, hundlöt og körg, djöflaðist í beislinu lullandi með höfuðið niðri við jörð og dró hófana eftir jörðunni á gangi, sífellt dettandi og misstígandi sig.
En eftir tveggja mánaða þjálfun var hún farin að tölta hreint, reisa sig, brokkaði við einstök tilefni, hætt að lulla, farin að lyfta smá en vissulega en talsvert undir meðalagi, var að koma með vilja, leit öll betur út og búin að læra á beislið! En þetta er það hross sem hefur tekið hvað mestum breitingum hjá mér af öllum og ég veit að hún mun halda áfram að bæta sig ef ég fengi að halda áfram með hana.. En hvað hún gat prjónað þegar hún reiddist, skap mikið hross þarna á ferð ^^