Gott jafnvægi á baki getur bjargað manni frá mörgum óþarfa föllum af baki og er nauðsýnlegt öllum þeim sem ætla sér að stunda hestamennsku til lengri tíma og þar sem hestar eru flóttadýr og geta því alltaf auðveldlega fælst og þess vegna ætla ég að skrifa nokkrar aðferðir til að auka jafnvægið.

Sjálfri hefur mér gengið best að bæta jafnvægi og öryggi með því að fara á bak berbak. Þegar 3 ára stjúpsysturdóttir mín var hrædd við hestana setti ég hana á bak berbak meðan ég kemdi þeim og gaf, eftir örfáar mínútur var hún orðin alveg róleg gagnvart þeim ;Þ

Þegar maður fer á bak í hnakk eftir að vera búinn að vera eitthvað berbak þá fynnst manni einhvernvegin ekkert mál að sitja á hnakk, sjálf var ég ful óörugg og jafnvægislaus þegar ég byrjaði í hestamennskunni og kemur það mér oft á óvart hve mikið jafnvægi ég hef í dag, en hins vegar er betra fyrir óvana að byrja rólega og fara á bak inni á stíu eða bás, eða láta teyma undir fyrsta spölinn, það sama á við ef hesturinn er tensaður, viljugur eða erfiður á einhvern hátt. T.d. Þokki minn, frekar tensaður og viljugur hestur, var svo hastur á “brokkinu” þegar hann var að læra það, stökk upp í fjórðung úr metra til í hverju spori þá sérstaklega á hægu brokki, sem varð til þess að ég fór að halda mér með öllum tiltækum ráðum, hesturinn fékk því misvísandi upplýsingar og tók því harða stökkið hringinn í gerðinu.. Ég veit en ekki hvernig ég náði að halda mér á baki þá og finnst en kraftaverk að klárinn hafi stoppað yfir höfuð ;Þ

Eins hafa sumir tekið ístöðin af og æft sig þannig í að ná góðu jafnvægi, sjálf hef ég ekki getað það þar sem ég er aðeins um 150 á hæð og næði því aldrei að komast á bak á klárnum mínum sem er með hærri íslenskum hestum og hann of tensaður til að ég reyni að taka ístöðin af á baki..

En þegar jafnvægið á baki er orðið fínt þá er hægt að fara í að reyna að fara á bak með gjarðarlausan hnakk ;Þ Sagt er að á meðan maður nær ekki að setjast í hnakkinn án gjarðarinnar þá fari maður of harkalega á bak fyrir lítið tamið tryppi í fyrstu skiptin.. En hins vegar held ég að það eigi bara við um mjög viðkvæm tryppi.

Þegar maður telur sig vera kominn með gott jafnvægi er eining hægt að æfa jafnvægið þegar hestur fælist eða tekur snöggt af stað, en það má einungis gera á jafnvægis góðum hesti sem stekkur rétt við allar aðstæður, þá er kennt hestinum harðastökk úr kyrrstöðu eða af hægri ferð, sumir hestar taka kýrstökk þegar þeim er hleipt svoleiðis af stað og hentar því æfingin þeim illa. Sjálf treysti ég ekki hestinum mínum fyrir óvönum útaf þessari æfingu, þ.e. ef þeir gefa óvart ábendingu um harðastökk úr kyrrstöðu/hægri ferð og því ráðlegg ég fólki að kenna ekki barnahestum slíkar æfingar ;Þ En þar sem ég hef sjálf alveg rosalega gaman af þessari æfingu, og hún hefur nýst vel í smalamennskum þegar hleypa þarf snöggt af stað þá fylgir hér smá lýsing hvernig hægt er að kenna hesti harðastökk úr kyrrstöðu.

En það er byrjað rólega, helst á sléttum reiðvegi en ekki sakar að hann halli smá upp á við, hestinum er kennt, á brokki eða tölti eftir því hvor gangurinn er auðveldari hestinum, að skipta samstundis yfir á stökk ef taumnum er slakað og lift aðeins, hallað sér fram og sett hælana að fyrir aftan gjörð, þ.e. farið í harðastökks ásetu. Miklu máli skiptir að hafa ábendingarnar skýrar og allar á svipuðum tíma svo klárinn miskili ekki almenna hvatningu sem harðastökksábendingu, svo er þetta fært yfir á hægari ferð, svo fet og að lokum í kyrrstöðu. Oft fer hesturinn fyrst á brokk eða tölt þegar tekið er af stað á feti eða úr kyrrstöðu og þá er hann bara hægður niður og reynt aftur ;Þ Hestar eru misnæmir á slíkar æfingar og því verður knapinn bara að finna út þann hraða sem hentar hestinum best í allri kennslu og ef hesturinn fer að kýrstökkva skildi alfarið sleppa þessum æfingum.

A.T.H. Hestur sem kann æfinguna vel prjónar jafnvel smá í fyrsta stökkinu til að komast fyrr og hraðar af stað og hentar æfingin því ekki alveg óvönum ;Þ
-