Í þessari grein ætla ég að gera það að gamni mínu að skrifa og segja frá þeim stóðhestum sem ég og faðir minn höfum notað frá því ég man eftir mér:P Ég tek það skýrt fram að allar upplýsingar eru fengnar af www.worldfengur.com nema kannski ein og ein sem ég bara veit sjálfur um hestinn því ég þekki einn hestinn soldið.
Jæja, til þess að byrja með þá ætla ég að segja frá því furðulegasta sem ég hef séð í þessari hestamennsku hjá okkur pabba, fyrir 6 árum fórum við með hana Eldingu frá Brúnastöðum (getið fundið öll þessi hross í hinni greininni minni „Hestarnir mínir“) undir hest, rauðstjörnóttur, glófextur, yfirburðafallegur hestur. Glói frá Sy-Velli. En gallinn við þetta er að hann hefði auðvitað aldrei átt að vera stóðhestur. Ætla svo sem ekkert að vera að tala um hann nánar því maður veit aldrei hvað hver les hvað á þessu interneti. Glói er undan Kristali frá Hólum og Hörpu frá Sy-Velli.
Hvinur frá Egilsstaðakoti, IS1998187467.
Undir þennan hest fórum við með hana Eldingu frá Brúnastöðum fyrir 3 árum síðar, undan þessum hesti kom hann Freyfaxi. Hvinur er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Stiklu frá Egilsstaðakoti.
Hvinur er grár á lit og virðist í það minnast þegar maður fer til hans í haganum vera mjög geðgóður og gæfur. Hvinur er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Stiklu frá Egilsstaðakoti.
Hvinur er búinn að fara í mjög svo ágætann dóm fyrir hæfileika en hans aðaleinkunn er 8.18, 7.98 fyrir sköpulag og 8.30 fyrir hæfileika.
Tölt 9 Brokk 9 Skeið 5 Stökk 9 Vilji og geðslag 9 Fegurð í reið 8.5 Fet 8.5 Hæfileikar 8.3 Hægt tölt 8.5 Hægt stökk 8.5
Höfuð 7 Háls/herðar/bógar 8 Bak og lend 9 Samræmi 8 Fótagerð 7.5 Réttleiki 7.5 Hófar 8.5 Prúðleiki 8.5 Sköpulag 7.98
Þessa hæstu einkunn fékk hann þann 23.04.2005 á vorsýningu á Sauðárkróki. Hvinur fékk fínann dóm 4 vetra gamall en þá fékk hann 7.95 í aðaleinkunn, 8.08 fyrir hæfileika. Hvinur á 49 skráð afkvæmi í worldfeng en það er ekkert búið að dæma enþá, þau fyrstu hljóta að fara að koma næsta vor ef þau koma þá:D
Demantur frá Langsstöðum, IS2000187420.
Undir þennan hest fórum við með hana Eldingu frá Brúnastöðum fyrir 4 árum. Undan Demanti kom hann Segull. Demantur er undan Lúkasi frá Litla-Ármóti og Blíðu frá Langsstöðum.
Demantur er Jarpur á lit og afar geðgóður hestur, Demantur er undan Lúkasi frá Litla-Ármóti og Blíðu frá Langsstöðum. Demantur hefur einu sinni verið sýndur en sá dómur var svo sem ekkert til þess að hrópa húrra fyrir en það var 30.05.2005 á Héraðssýningu á Gaddastaðaflötum. Í aðaleinkunn fékk hann 7.7, 7.82 fyrir sköpulag og 7.61 fyrir hæfileika.
Tölt 7.5 Brokk 6.5 Skeið 7.5 Stökk 8 Vilji og geðslag 8 Fegurð í reið 8 Fet 8 Hæfileikar 7.61 Hægt tölt 8 Hægt stökk 8
Höfuð 8 Háls/herðar/bógar 7.5 Bak og lend 8.5 Samræmi 8 Fótagerð 7.5 Réttleiki 8 Hófar 8 Prúðleiki 7.5 Sköpulag 7.82
En þrátt fyrir það að dómurinn hafi ekki verið himinnhár þá er þessi hestur alveg feiknalega skemmtilegur reiðhestur og ljúfur og góður. En því miður þá var þessi hestur geltur… kannski ekki nema von því ekki er hann í raun nógu hágengur til þess að vera stóðhestur þannig séð og ekki nógu stór….. frekar lítill heldur en hit, en þó ekki smáhestur.:P Í worldfeng eru 12 skráð afkvæmi undan honum en þau mættu vel vera fleiri því hann virtist vera að gefa efnishross þrátt fyrir að þau verði kannski aldrei sýningarhross.
Segull frá Selfossi, IS2003187113.
Tja, Þessi foli er nú ekki nema 4 vetra gamall og geltur (í minni eigu), það er nú kannski ekki mikið frá honum að segja nema það að ástæðan fyrir því að hann var graður var að annað eistað ætlaði aldrei að koma niður þannig að við þurftum að bíða eftir því þar til það kom niður og var hann þá þriggja vetra gamall. Nema það að rétt áður en hann var geltur þá fórum við með hana Döguni undir hann og hann á þá s.s. 1 skráð afkvæmi í Worldfeng.
Segull er rauðjarpur á lit og þægur en þrjóskur soldið. Mikill efnisfoli þrátt fyrir að hann sé afar stuttur og rétt fyrir neðan meðalhæð á hesti. Sennilega eini hesturinn sem ég hef séð á beinu yfirferðartölti undir sjálfum sér, hreinu tölti. Segull er undan Demanti frá Langsstöðum og Eldingu frá Brúnastöðum.
Hehe, það er svo sem ekki hægt að segja að við séum einhverjir ægilegir ræktendur en þetta er allavega eitthvað;)
Svo er ábyggilega eitthvað sem gleymist en það verður bara að hafa það;)
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)