Kveikur frá Miðsitju Kraflar frá Miðsitju

,,Kralfar er fæddur árið 1988 á Miðsitju í Skagafirði úr ræktun Sólveigar Stefánsdóttur og Jóhanns Þorsteinssonar í Miðsitju. Kraflar er undan hinni frægu ræktunarhryssu Kröflu frá Miðsitju og stóðhestinum Hervari frá Sauðárkróki. Krafla var undan Gusti frá Sauðárkróki og Perlu frá Reykjum, en Hervar er undan Blossa frá Sauðárkróki og Hervöru frá sama stað. Bæði Krafla og Hervar hafa reynst sterk í íslenskri hrossarækt og því stendur geysisterk ætt að Kraflari.

Brynjar Vilmundarson á Feti keypti Kraflar ungan og ól hann upp sem stóðhest. Upphaflega sá hann honum bregða fyrir í nokkrar sekúndur á myndbandi og ákvað þá að þennan fola skyldi hann kaupa. Hann átti svo símtal við ræktandann og seinna þegar Jóhann Þorsteinsson í Miðsitju heimsótti Brynjar voru kaupin fest. Kraflar var um ársgamall þegar hann kom til Brynjars sem smíðaði honum heiðursstíu í hesthúsi sínu á Mánagrund og tók kaffistofuplássið undir. Kraflar ólst því upp á kaffistofunni og hafði það gott.

Kraflar var fyrst sýndur á héraðssýningu í Kjalarnesþingi árið 1993 þar sem hann hlaut 1. verðlaun, eða 8.03. Hann var svo sýndur aftur í einstaklingsdómi ári síðar og hlaut þá 8.25 í aðaleinkunn og síðar 8.28 á landsmóti á Hellu sama ár. Hann hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hestamanna á Melgerðismelum árið 1998 og svo heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti hestamanna á Hellu árið 2004.

Dómsorð:

Afkvæmi Kraflars eru fremur stór. Höfuðið er svipmikið en fremur gróft. Hálsinn er mjúkur og grannur, yfirlína mjúk, lendin jöfn en grunn. Afkvæmin eru léttbyggð og hlutfallarétt, með fremur granna en ágætlega rétta fætur og prýðisgóða hófa. Þau eru fremur prúð á fax og tagl. Töltið er rúmt og mjúkt, brokkið oft fjórtaktað en vekurðin opin og oftast góð. Viljinn er ákveðinn og lundin einörð. Afkvæmin bera sig vel með sérlega góðum höfuðburði.

Kraflar gefur fagursköpuð og fjölhæf reiðhross, sem hafa einbeittan vilja og aðsópsmikla framgöngu. Hann hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið."



Fengið frá síðunni
www.847.is[/code]