Hvað er söfnun?
Söfnun er: þegar þú tekur báða enda hestsins saman í þeim tilgangi að fá lyftu og létta á framhönd.
Til þess að fá söfnun, verður þú fyrst að hafa hvata. Hvað er hvati? Hvati er orkan sem fæst úr afturpart til þess að hreifa hestin áfram. Ef hesturinn er að “draga” sig áfram á frampartinum, hefur hann ekki hvata. Þegar hann er þess í stað að “ýta” sér með afturpartinum til að fara áfram, þá hefur hann hvata.
Næsti hlutur sem þú verður að hafa til þess að safna hesti þínum er virkni í afturpartinum. Þetta er hlutur sem fæst náttúrulega með því að hafa góðann hvata. Þegar afturparturinn er “virkur”, er hann lækkaður til þess að auðvelda hestinum að bera afturfæturnar undir afturpartinn til að auðvelda honum fram hreyfingu. Þegar afturparturinn er “virkur”, sérðu líklegast að hæsti punktur afturpartsin er lægri en herðarnar. Þú finnst þú vera að ríða “upp brekku” í stað þess að finnast þú vera að ríða “niður brekku”.
Þú verður að vera fær um að gefa hestinum léttar ábendingar með fótum. Ef þú ert að ríða hestinum með örlitla snertingu við hliðar hestins, og þú setur örlítin þrýsting jafnt með báðum fótum, setur hesturinn allt í að fara hraðar án þess að skipta um gangtegund? Ef hesturinn er lengur en 1 sekúndu að svara líkt og vonast var eftir, þarft þú að vinna örlítið í þessum hlut áður en þú reynir að safna þínum hesti.
Til þess að afreka viðeigandi söfnun, verður þú að vera fær um að ríða með léttum bendingum með taumum. Þegar þú ert að ríða með létt taumtak, og þú “lokar” höndunum (hesturinn á að finna þetta!), Svarar hesturinn þessari beiðni með því að hægja á sér? Ef það þarf harðari hönd en þetta til að fá hestinn til að svara, þarft þú að vinna betur á þessu sviði áður en þú reynir að safna hestinum þínum.