já ég ætla að segja frá atviki sem gerðist þegar ég var 11 ára…
Pabbi minn átti merina Bödda-Jörp og við fengum folöld undan henni á hverju ári,
en einn daginn þá var hringt í okkur og sagt að merin hans hefði dottið í skurð. við drifum okkur nátturulega þangað, og þetta var á þeim tíma þegar hún var með næstum nýtt folald, nokkra daga gamalt,
þegar við komum þá fórum við 2 + þau á bænum að bifa hryssunni upp sem hafði víst ætlað að hoppa yfir girðingu með gaddavír efst og + skurð en það gekk ekki alveg eins og átti og hún flæktist í gaddavírnum og datt ofaní skurðinn, folaldið (sem betur fer) stökk ekki á eftir henni heldur stóð bara hinu megin við girðinguna og hljóp fram og til baka…
en við náðum nú merinni upp úr skurðinum en hún varð hölt eftir þetta og hún þurfti að vera á heimatúninu með folaldið til þess að hægt væri að líta með sárinu.
svo um haustið átti að setja hana einhvað inn svo dýralæknirinn gæti kíkt á sárið eftir gaddavírinn og auðvitað fylgdi folaldið með inn og ég og pabbi minn náttúrulega komum og fylgdumst með, og ég fékk að klappa folaldinu :D:D það var það fyrsta folald sem ég hafði klappað :D:D og ég bara heillaðist… alveg… meira en var… og það hafði verið mikið,
en hún er ennþá lifandi í dag og við fáum árlega folald undan henni og folöldin eru rosalega góð ;);) (ég er ekki að tala um að mér finnist hrossakjöt alveg extra gott, bara mömmu og pabba finnst það)
já þetta er sagan af Bödda-Jörp ;);)
ps. ekki commenta harkalega… þetta er fyrsta greinin min…