Ég er í augnblikinu á náttúrufræðibraut en ætla að skipta yfir í aðstoðar við tamningar eða taka hestaíþróttabrautina með náttúrufræðibrautinni.
Gert er ráð fyrir að þegar allt er komið til að það verði 3 brautir.
24 eininga hestaíþróttabraut samhliða öðru námi, 70 eininga braut fyrir aðstoðar við tamningar (tamningasveinn) og 70 eininga braut fyrir starfsmenn á hestaleigum og í hestaferðum (hestasveinn).
Sameiginlegur kjarni þessara brauta byggir á svokölluðu knapamerkjakerfi sem mér finnst afar sniðugt.
Tveir áfangar verða í boði á haustönn 2006; Reiðmennska (REM103) og Hestamennska (HEM103).
Sá fyrrnefndi er verklegur en sá síðari að mestu bóklegur. Enginn undanfari er fyrir þessa áfanga. Gert er ráð fyrir að taka megi HEM103 sem stakan áfanga en þeir sem taki REM103 þurfi einnig að taka HEM103.
Á námsbrautum fyrir tamingasveina og hestasveina er gert ráð fyrir starfsþjálfun á sumrin.
Sem mér hlakkar geðveikt til. Ég get ekki beðið eftir að hætta að vinna í vinnunni sem ég er í og fara að vinna “full time” í hestum.
En allavega….. þetta er ótrúlega sniðugt og gott mál fyrir þá sem langar kannski að fara seinna á Hóla og svoleiðis.
Aðallega er efnið af síðu FSu fsu.is og myndina fékk ég á holar.is af hrossaræktabrautarsíðunni.
Með kveðju frá hestafríkinni…