Þetta snýst allt um túlkun upplýsinga Heilinn í okkur er prógramaður til að sjá, heyra, finna og þefa heiminn eins og við gerum t.d. Þá sjáum við liti eins og heilin túlkar þá eftir endurspegluninni frá ljósinu en við gætum allt eins séð: fjólubláan sem grænan og gulan sem brúnan það fer allt eftir túlkun okkar heila á því sem augun mótaka. Gott dæmi um þetta er litblinda.
Það skrítna við það er T.D. Afhverju við sjáum kjarna í lit og skynjum þá sem fasta hluti sem er aðeins er hægt að snerta og sjá ef við hugsum út í það þá er T.D. steininn að mestu leiti gerður úr atómum. Hvað er atóm gert úr? Jú mikið rétt: róteindum og nifteindum en að mestu leiti tómi hlutföllin eru að hver appelsína jafngildir einum fótboltavelli af tómi afhverju sjáum við þá steininn í lit þar sem tóm getur ekki verið neitt á litin. hvernig getur tóm endurspeglað ákveðnum lit? Það nærsta sem vísindamenn og heimsspekingar hafa komist í að skilja þetta er að við erum prógrameruð til að skilja heiminn svona og hvert dýr hefur sína sérstæðu prógrameringu.
Leðurblökur og höfrungar heyra í fjarvídd þau gefa frá sér ákveðin há-tíðni hljóð og finna þannig út nákvæma og fjarlægð frá t.d. bráðinni. þau skyna umhverfi sitt og fjarvíddina í því með heyrn. það er því ekki langt að sækja þá hugmynd eðlis- og heimspeki fræðimanna að leðurblökur heyri líka í lit. það er til fólk sem heyrir einmitt og þefar í lit og kallast það synaesthesia.
Hvað ef það eru til aðrar víddir sem skilningarvit okkar getur bara einfaldlega ekki greint. hvað ef við erum bara fær um skilja heiminn í þrívídd. Það draumur marga vísindamanna að geta mælt aðrar víddir en þær sem við sjáum og greinum. við getum einmitt mælt ýmsa hluti sem víð sjáum ekki eins og t.d. geisla þó við sjáum að vísu nokkrar tegundir geisla þá eru mun fleiri sem við getum bara mælt.
Nei bara pæling.