Þar sem ég nenni ekki að svara endalaust greininni “Marijuanna vs. Áfengi” hef ég ákveðið að skrifa smá grein sjálfur um þessi mál.

Aukið aðgengi eykur neyslu!:
Fólk sem vill leyfa kanabisefni bendir oft á að þótt efnið sé leyft þýði það ekki að allir fari að reykja kanabisefni og það er alveg satt. Vissulega fara ekki allir og reykja kanabis en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að aukið aðgengi eykur neyslu. Þetta er gullin regla sem hefur margsannað sig.
Tökum sem dæmi bjórinn á íslandi. Eftir að hann varð leyfðu er drukkið mikið meira af bjór (b.t.w. ég er alls ekki á móti bjór)
Ef kanabis myndi verða leyft myndi það sem sagt þýða að neyslan myndi aukast til muna og aukin neysla almennings getur ekki verið gott mál.

Hvað skal teljast eðlilegt?:
Hvað er það sem við viljum að börn og unglingar telji eðlilegt? í nútímaþjóðfélagi er það stimplað inn í flesta einstaklinga að eiturlyf séu slæmur hlutur en verði kanabis leyft er komin upp ákveðin mótsögn. Ætlum bæði að berjast á móti fíkniefnum og líka að vera fylgjandi þeim? Er þá eðlilegur hlutur að reykja hass?
Verði fíkniefni leyfð er það algjörlega vitað mál að unglingar munu prófa fíkniefni. Ég meina þetta er löglegt og allt og bara eins og sígarettur og afhverju heldurðu að þeir myndu leyfa það ef þeir vildu alls ekki að við fengjum okkur?
Þið sjáið að margir unglingar í dag reykja og það er talið eðlilegasti hlutur í heimi og bara cool og unglingar sjá ekkert að því að reykja og sígarettur hafa fengið á sig svona cool yfirbragð. Viljum við að marijúana fái líka slíkan stimpil á sig?

Þeir sem vilja lögleiðingu á hassi hafa að mínu mati ekki kynnst öllum hliðum lífsins. Sjálfur á ég bróður sem var í hassi og ég get alveg sagt ykkur það frá eiginn reynslu að það er ekkert gaman. Hann var óvinnufær og lá bara heima og lífið var ömurlegt. Inn og út af vogi og öðrum stofnunum og hann er ennþá ekki kominn á fullt skrið og þetta hefur verið 10 ára stríð. Hálf staðnaður í þroska að mörgu leyti
Ég get alveg sagt ykkur það að þetta er búið að vera ömurlegt ferli og búið að mikill böggull á fjölskyldunni og all nokrir meðlimir annað hvort hjá sálfræðingi eða geðlækni.

Afhverju er marijúana hættulegt?:
Þegar þú reykir hass leysir líkaminn úr læðingi efni sem kallast dópamín. Þetta efni gerir það að verkum að við fáum ákveðna vellíðunartilfinningu og já verðum sem sagt skökk.
Svo gerist það að þetta dópamín fer að klárast og áhrifin af því að reykja hass verða ekki þau sömu og í byrjun og til þess að fá aftur þessa vellíðunartilfinningu neyðumst við til þess að fara út í sterkari efni til að halda uppi dópamíninu og svo framvegis þangað til að við erum komin út í mjög hörð efni þar sem að efnin hætta alltaf að gefa manni þessa tilfinningu sem maður er að leita eftir.



Afhverju ertu ekki bara að skaða þig?
Svo ekki sé minnst á það álag og það rugl sem þú ert að láta fjölskylduna þína ganga í gegnum þá má ekki gleyma því að hass letjar menn og margir þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum eru einmitt hassneytendur sem eru orðnir að já aumingjum. Svo auðvitað það að það er mjög líklegt að þú leyðist út í sterkari efni sem valdi því svo að þú verður ofbeldisfyllri.

Einhver sagði að ástæðan fyrir því að fíkniefni væru lögleg væri vegna þess að ríkið græddi svo mikið á því að bösta fólk en sannleikurinn er sá að ekkert er fjarri sannleikanum því að auðvitað er rándýrt fyrir ríkið að vera að eltast við fíkniefnaneytendur.

Málið er einfaldlega það að hass er hættulegt efni hvort sem þig líkar það betur eða verr.

Hugsið líka aðeins út í þá menningu sem myndast í sambandi við fíkniefni. Viljum við virkilega verða eins og t.d. Amsterdam þar sem á hverju horni eru fíkniefnasalar og hórur eru eins og leigubílar svo ekki sé talað um miklu hærri glæpatíðni þar en hér.

Málið er einfaldlega að LANG flestir í samfélaginu vilja ekki hafa þessi fíkniefni því vita hvaða áhrif þetta hefur. Ef lang flestir vilja ekki hafa þau lögleg þá verða þau ekki lögleg. Ef þú villt reykja hass geturðu farið í eitthvað annað land því að í þessu landi viljum við ekki hafa hass. Þú heldur að það sé réttur þinn að fá að reykja hass en hvað með minn rétt til þess að hafa ekki fíkniefnasala á hverju horni?
Hvað með minn rétt til þess að geta verið áhyggjulaus um að börnin mín séu ekki að vasast í fíkniefnum eða að einhver sé að reyna að pranga þeim upp á þau?
Hvað með rétt minn til að búa í siðmenntuðu þjóðfélagi þar sem rónalýður er almennt ekki upphafður?
Hvað með rétt minn til þess að eyða mínum skattpeningum í aðra hluti en að borga atvinnuleysisbætur fólks sem þarf þær ekki?

Við íslendingar viljum búa í þjóðfélagi þar sem náttúra er í hávegi höfð og við viljum búa við góðæri, við viljum búa í hreinni borg.

Farið eitthvert annað ef þið viljið reykja hass.

Ég vil ekki vera með neitt skítkast en sko ef þið eruð að reykja hass þá eruð þið bara aumingjar… sorry