ELO er mín uppáhalds hljómsveit og mikið af lögum á öllum plötunum náttúrlega og því erfitt að gera uppá milli. En ég er miki þessa stundina samt að hlusta á Out Of The Blue, var að koma út í febrúar síðast liðinn remaster útgáfa og hún inniheldur áður óútgefin lög á borð við The Quick And The Daft og Latitude 88 North og heyrist það síðarnefnda mikið á bylgjunni og útvarpi sögu um þessar mundir.
Svo er ég líka aðeins að hlusta á Xanadu núna þessa dagana. Er með titillag þeirrar plötu allgjörlega á heilanum en Olivia Newton-John syngur það og elo sjá bara um bakraddir og undirleik. En allt frá ELO er náttúrlega gott. En þetta er svona það sem ég hlusta mest á þessa dagana.
Cinemeccanica