Ginger Baker-
Trommur. Ginger var 26 ára þegar hann gekki í bandið. Hnn er einn áhrifaríkasti og besti trommari allra tíma. Hann er einn af fyrstu trommuleikurunum sem notuðu tvær bassatrommur. Tónlistar bakgrunnur hans var jazz og r&b tónlist.
Jack Bruce-Bassi,kassagítar,píanó,orgel,munnharpa,selló og raddir. Eins og má sjá var Jack mjög fjölbreyttur tónlistarmaður, hann var 23 ára þegar hann gekk í bandið. Þá hafði hann áður spilað með Baker og eitthvað aðeins með Eric Clapton.
Eric Clapton-
Gítar og raddir. Hann var 21 árs gamall og var strax orðinn vel virtur fyrir að hafa spilað í John Mayalls Bluesbreakers og með The Yardbirds. En hann hætti í Yardbirds og stofnaði nýja hljómsveit.
The very best of Cream:
1.Wrapping paper(Jack Bruce/Pete Brown)
Þetta lag er mjög ólíkt Cream og er frekar poppað. Samt fínt lag. 7/10
2.I feel free (Jack Bruce/Pete Brown)
Þetta lag er mjög sérstakt að því leiti að gítarinn og trommurnar heyrast frekar lágt, reyndar er hækkað í gítarnum þegar Clapton tekur magnað sóló.8/10
3.N.S.U (Jack Bruce)
Mjög flott lag með flottum trommum og flottum gítar.Frábært sóló! 8,5/10
4.Sweet wine (Ginger Baker/Janet Goldfrey)
Allt smellur í þessu lagi flootar trommur, flottur gítar og grúví bassi. Það er svolítið eftirtektarvert að Clapton singur frekar lágt í laginu.8/10
5.I'm so glad (Skip James)
Eitt af uppáhalds lögunum mínum á disknum! Kemur mér strax í hippagírinn! Mjög hippalegt lag. Það er líka þannig í þessu lagi og I feel free að gítarinn heyrist frekar lágt en ekki í sólóinu! Reyndar finnst mér bassinn flottastur í sólóinu.
10/10
6.Spoonful(Willie Dixon)
Gott og vel blúsað lag, alveg týpískt blúslag! Vel spilað lag með mjög flottum gítar.
8/10
7.Strange brew(Eric Clapton/Gail Collins/Felix Pappalardi.
Þetta lag er algjör snilld! Frábær bassi og gítar en trommurnar ekkert sérstakar. Clapton singur snilldarlega og tekur náttúrulega sóló sem er virkilega flott. 9,5/10
8.Sunshine of your love(Jack Bruce/Pete Brown/Eric Clapton.
Þetta lag kannast örugglega allir við! Þetta er einskonar “anthem” hljómsveitarinnar og þeirra þekktasta lag. Flottastar eru trommurnar að mínu mati og er synd að þær skulu heyrast svona lágt! Snilldar lag! 10/10
9.Tales of brave Ulysses(Eric Clapton/Martin Sharp).
Þetta lag er eins og er uppáhalds lag mitt á disknum, með mjög flottum trommum og bassa. Frábærlega vel sungið. Frábært sóló frá Clapton.
10/10
10.Swlabr (Jack Bruce/Pete Brown).
Eflaust velta margir fyrir sér hvað nafnið á laginu er skammstöfun á. En þetta á víst að þýða:She walks like a bearded rainbow! Sem þýðir á íslensku Hún gengur eins og skeggjaður regnbogi. Flott hippalegt lag!
9,5/10
11.We're going wrong(Jack Bruce)
Mjög þunglynt lag með snilldar trommum og skerandi gítar og flottum söng.
9/10
12.White room(Jack Bruce/Pete Brown)
Örugglega næst þekktasta lag Cream. Frábærar trommur og bassi. Gítarinn er mjög flottur líka en Clapton notar í þessu lagi wah-wah pedal eins og Jimi Hendrix í Burning the midnight lamp. Geðveikt gítarsóló!
10/10
13.Sitting on top of the world(Chester Burnett)
Vel blúsað lag með flottum gítar og grúví söng!
9.5/10
14.Politician(Jack Bruce/Pete Brown)
Geðveik blanda gítars og tromma! Það heyrist einnig í sellói í þessu lagi, magnaður texti og Clapton syngur blúsað.
10/10
15.Those were the days(Ginger Baker/Mike Taylor)
Gott lag með flottum bjöllum inní og virkilega flottum trommum og gítarsólói sem minnti svolítið á Led Zeppelin.
9,5/10
16.Born under a bad sign(Booker T.Jones/William Bell)
Eitt af nokkrum tökulögum plötunnar. Vel blúsað lag með flottum gítar og trommum. Vel sungið af Clapton.
9,5/10
17.Deserted cities of the heart(Jack Bruce/Pete Brown)
Flottur bassi í laginu og vel sungið. Einnig koma snilldar trommur á meða frábæru gítarsólói stendur! Jack Bruce spilar einnig á kassagítar í þessu lagi.Frábært lag!
10/10
18.Crossroads(Robert Johnson)
Snilldar lag eftir konung blústónlistarinnar Robert Johnson! Geðveikur bassi stendur uppúr í laginu! Sérstaklega á meðan Clapton tekur gítarsóló. Þess má geta að lagið er live.
10/10
19.Anyone for tennis(Eric Clapton/Martin Sharp)
Róleg kassagítar ballaða. Baker spilar á bongotrommur sem kemur ansi flott út með kassagítarnum og sellói.
9/10
20.Badge(Eric Clapton/George Harrison
Bítillinn heitni George Harrison samdi þetta lag með Clapton. Magnaður bassi og flottur texti og Clapton og Harrison syngja þetta mjög vel saman.
Mjög flott lag.
9/10
Hreint út sagt frábær diskur í heild sinni!
Gef honum 9,5/10 í einkunn. Ef þið eigið ekki eitthvað með Cream þá þurfið þið að bjarga því!
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.