hmm, það er ekki eins og ég sé að byrja á þessu núna, síðan er búin að vera til síðan 6 júní og hefur alltaf verið með þessu innihald. :)
En allavega, þá er ég ekkert að gera þetta fyrir aðra þannig séð. Ég er bara að halda dagbók og í staðinn fyrir að handskrifa það í einhverja bók sem ég geymi niðri í skúffu, þá set ég það á tölvutækt form og geng einu skrefi lengra og publisha henni. Þeir sem vilja mega lesa hana. En eins og ég segi þá er þetta aðallega fyrir mig, til þess að lesa eftir t.d. 10 ár og hlæja að mér eða eitthvað.
Það er eitthvað sniðugt og skemmtilegt við að skrásetja líf sitt.
Hvað myndir þú annars vilja sjá á síðunni?
- Tenglasafn inn á fyndna hluti - komið (tilveran.is)
- Spjallsvæði fyrir aðra til þess að tjá sig - komið (hugi.is)
- Vaka yfir síðum - komið (nagportal.is, klanid.com)
- Fréttaveitu - komið (rss.molar.is)
- Tölvu og tæknifréttir og öllu því sem við því kemur - komið (vefrettin.is)
- Klámsíðu - komið (klam.is)
Mér sýnist að það eina sem vanti á netinu er síða um mig ;)
En endilega láttu mig vita hvað þú myndi vilja sjá í síðunni.
p.s. þess má geta að netútvarpið (útvarp bergur.is) sló í gegn í sumar. Þá geta þeir sem eru að fíflast í tölvunni hlustað á lög sem ég vel og síðan á kvöldin var random og repeat. Þarna var í gangi skemmtilegt rokk, ekkert blaður, engar auglýsingar.
Meðalhlustunartíminn var rúmar 8 klst, sem verður að teljast noookkuð gott. Þeir sem unnu við tölvur nýttu sér þennan kost, þá þurfti þeir ekki að hafa áhuga af tónlistinni. Hljómsveitir sem vildu koma sér á framfæri báðu mig um að skella sér í spilun og ég veit ekki hvað og hvað. Núna þegar það er dottið niður hef ég einmitt fengið mikið af póstum um að endilega skella því aftur upp, því þetta hafi verið algjör snilld :)
Þannig að fyrir mér var þessi síða að svínvirka. En eins og ég segi, þá hefði ég mikin áhuga á að vita hvað þú myndir vilja sjá á þessari síðu :)<br><br>kv.
ask | <a href="
http://bergur.is“ target=”_blank“ style=”text-decoration:none;">bergur.is</a