Tutorial - Hreyfimyndir ( image ready ) Tutorial - Hreyfimyndir ( image ready )
Þar sem að margir hafa verið að spurja mig undanfarið hvernig ég geri svona hreyfimyndir.
Eða hvað sem ég á að kalla það
Hef ég ákveðið að senda inn bara smá tutorial hvernig á að gera þetta alltsaman =D
Vinsamlegast taka tillit til þess að þetta er fyrsta tutorialið mitt og ég er ekkert svaðalega góð í því … held ég =D

1. Opnaðu Adobe Image Ready
2. Fyndu 2 myndir sem þú vilt hafa (eða fleiri). Helst *.bmp ( Image Ready hjá mér vill allavegana ekki save-a *.jpg og fleiri tegundir af myndum! )
3. Neðst niðri ætti að vera svona animation bar. Ef þú veist ekki hvað það er, þá eru á því svona eins og 3 blaðsíður eða hvað sem ég á að kalla það, sem stendur á “Animation” – “Image Map” og svo á þriðja “Slice”. Ef þetta animation bar er ekki, farðu þá í Window og hakaðu við Animation þá ætti það að birtast!
4. Neðst á animation kassanum, lengst til hægri er mynd af ruslafötu, þar við hliðina er mynd af einhverju svona blaði sem er eins og það sé brotið upp á, smelltu á það, og þá kemur nýr layer í animation
5. Þú ert með 2 myndir, kóperaðu aðra inn á hina, þannig að hún sé á öðrum layer
6. Í fyrsta layernum í Animation ertu með myndina af bakgrunninum, ef ekki, hakaðu þá við þá mynd sem þú vilt að birstist fyrst og það ætti að birtast þarna
7. Klikkaðu svo á layer 2 í animation og hakaðu við þá mynd sem að þú villt að komi næst í animationinu
8. Taktu eftir því að þegar þú ert búin að haka við mynd nr. 2, þá verður það líka mynd númer 1 í animationinu, þá einfaldlega klikkaru á layer 1 og þá sérðu að það er automaticly búið að haka við mynd númer 2, taktu hakann bara úr.
Þá verður layer 2 tómur, og þá smelliru aftur á hann og hakar við mynd númer 2.
9. fyrir neðan layerana í animationinu stendur væntanlega 0.1, þú getur smellt á það og breytt því, það er bara hvað myndin endist lengi, þannig að eftir 0.1 sekúndu birtist næsta mynd. Þar fyrir neðan stendur “forever” getur líka breytt því, svo það ræður hvort að myndin “spilast” áfram að eilífu eða bara einusinni eða hvað sem þú villt!
10. Ef þú vilt hafa fleiri myndir. Haltu þá bara svona áfram, ekki flókið ;)

Þetta ætti þá að vera komið.
Ætti ekki að vera flókið, vona að ég hafi ekki flækt það of mikið.
Hvað get ég sagt, ég er með áráttu, verð alltaf að útskýra allt allveg til hins ýtrasta
Call me a perfectionist.
Seems to be in style these days ^-^

Myndi meta það mikils ef fólk myndi síðan ekki drulla allveg yfir frumraun mína til að gera svona tutorial =D

(vonað myndin sem ég sendi inn með virki o.O
Bara rosalega einföld svona mynd sem sýnishorn)