Jæja nú er búið að tækla high definition myndspilarana við skulum færa okkur út í sjónvörpin. Það eru tvær týpur af flötum skjáum til í augnablikinu sem eru að keppa um hylli neytenda, önnur er plasma (rafgas) sjónvörp og hin eru Lcd (liquid crystal display) sjónvörp.
Plasma tæknin var upprunlega fundin upp árið 1964 ótrúlegt en satt, en það var ekki fyrr en árið 1997 sem Pioneer fór að selja almenningi fyrstu “alvöru” sjónvarps tækin, en þau voru virkilega dýr eins og fólk kannski man eftir og mikið var talað um hversu stuttann tíma þau entust, ekki nema nokkur þúsund kl. En það var fyrir um tíu árum síðan en öldin er önnur í dag. (bókstaflega).
Lcd tæknin á sér langa sögu líka en fyrsti skjárinn leit dagsins ljós árið 1968. Lcd virkar þannig að miljónir kristala eru fastir í vökva milli tveggja gler platna, ábak við plötunar er síðan skjært flúor ljós. Rafmagn er látið leika um kristalana sem ákvarðar hvort þeir eiga að hleypa eða loka á ljósið, lita filterar eru notaðir til að ákvarða litinn.
Við skulum byrja að fjalla um það góða við Lcd tækin
Lcd tækin nota minna rafmagn heldur en plasma tækin og eru þar af leiðandi meira umhvefisvæn ef einhver spáir í því. Þau eru léttari og eru betri í ljós miklu umhverfi heldur en plasma tækin, og þú getur keypt minni Lcd tæki heldur en plasma tæki
(t.d í eldhús osfr.) ef þú ert ekki mikið að spá í stærð.
Síðan eru það góðu hlutirnir um plasma tækin.
Plasma tækin eru stærri og kosta minna tommu fyrir tommu, þau sýna betri svartan lit. Annar kostur er sá að Plasma tæki notast ekki við svartíma eins og Lcd tæki og er plasminn cirka 1,5 microsek. að uppfæra pixil.
Núna skulum við tala um galla við hverja tækni.
Eg ætla að byrja á því að segja ykkur að Plasma tæki dagsins í dag endast jafn lengi og Lcd tæki þ.e þau hafa 60.000 tíma endingu sem gerir 20 ár miðað við 8 tíma áhorf á dag.
Þetta er bara grýla sem varð til þegar fyrstu plasma tækin komu út og á ekki við lengur sama hvað aðrir segja.
Nú þegar það er komið til skila þá ætla ég að tala um alvöru hluti.
Helsti galli við plasma tækin er að mynd sem er á sama stað á tækinu t.d stöð tvö logo getur brunnið föst í tækið og það myndi alltaf votta fyrir merkinu ef þú værir að horfa á eitthvað annað, þetta er samt sjaldgjæft enn getur hent alla ef þeir passa sig ekki. Hægt er að komast hjá þessu með því að “keyra” sjónvarpið til fyrstu 200 tímanna og vera vakandi fyrir slíkum ummerkjum.
Varðandi Lcd tækin þá eru sérstaklega leiðinlegir gallar sem ekki verður komist hjá, þó svo að þeir fara minnkandi við hverja nýja kynslóð tækja. Í fyrsta lagi er það svartími, hann gerir það að verkum að ef t.d mynd “pannar” frá vinstri til hægri þá nær hver díll ekki að búa til þann lit sem hann á að skila þ.e hann er ekki búinn að búa til þann lit sem hann á að gera þegar hann er beðinn um að búa til næsta sem veldur því að hraðar hreyfingar verða óskýrar.
Í öðru lagi er það svartur litur en þar sem að það er skjært ljós á bakvið alla kristalla þá á tækið erfitt með loka alveg á birtuna sem gerir það að verkum að svart verður í mesta lagi grá-svart, sem er vægast sagt pirrandi í dimmu herbergi, þau eiga það líka til að búa til draug.
Ef fagmenn eru spurðir (ekki sölumenn) þá er svarið þeirra að Plasma tækin eru betri eins og er en með hverri nýrri kynslóð af lcd tækjum þá minnkar bilið.
Ef þið eruð í flatskjás hugleiðingum þá hikið ekki við að send mér póst hér á huga ef ykkur vantar ráð/hjálp
Kv
Chaves