Smyrill er minnstur af þremur ránfuglum sem Ísland á. Íslenski smyrillinn er talinn sérstök undirtegund (Falco columbarius subaesalon).
Smyrillinn er 27-32 cm að lengd og er mjög smár fálki. Karlinn er um 27-30 cm að lengd og vegur um 170 grömm, en konan er um 30-32 cm og um 250 grömm.
Karlinn er gráblár að ofan en rauðbrúnn að neðan með áberandi dökkbrúnum rákum. Stélið er með dökkum og ljósum þverrákum. Kvenfuglinn er grábrúnn að ofan og Ijós að neðan með dökkbrúnum þverrákum. Unginn er líkur kvenfuglinum á litinn. Smyrilsungar (dúnungar) eru fyrst alveg hvítir, en verða síðan gráir.
Þótt smyrlar líti ekki út eins og dúfan þá eru líkamshlutarnir á sama stað.
Fjaðrirnar einkenna fugla aðalega, óvenjulegt væri að sjá fjaðralausan þröst eða fiðraðan gíraffa, númer tvö eru svo vængirnir, en ólíkt vængjum á flugvélum eru þeir með fiðri/fjöðum, á fjöðrum eru:
Hryggur, Fjöðurstafur og Fanir.
Fjaðrir eru mis langar og mislitar þær eru oft með alskins síklum og öðru því um líku.
Smyrill getur orðið 27-32 sentimetrar á hæð og 170-250 grömm, hann er þess vegna ekki það stór af fálka að vera, þeir eru um það bil jafn stórir og venjulegt blað, þeir verpa aðalega í klettum og í Apal hraunum, ekki eru hreiður þeirra vönduðustu hreiðrin en ungarnir lifa þau af, ránfuglar éta ekki bara mýs, heldur geta þau einnig gætt sér á eigin tegund.
Smyrill er í fálka ætt eins og hægt var að komast að áður. Aðrir í fálkaætt eru:
°Turnfálki (Falco tinnunculus)
°Kvöldfálki (Falco vespertius)
°Gunnfálki(Falco subbufeo)
°Fálki (Falco rusticolus)
°Förufálki (Falco perigrinus)
Það er því ekki það sjaldgæft að smyrlar komi heim að tómu hreiðri, en þá er ráð að byrja upp á nýtt, og eftir 3-5 vikur eru komnir fleiri ungar, klaktími þeirra smyrla er nefnilega 3-5 vikur.
Smyrillinn býr sér hreiður í klettum eða á dröngum í Apal hraunum, stundum verpa þeir þó á jörðu niðri. Hreiður-gerðin er ekki vönduð, oft aðeins laut í gróðri á klettasyllu.
Varptími smyrils er aðallega í síðari hluta maí og fyrri hluta júní. Oftast eru eggin 3-5 talsins.
Það er kvenfuglinn, sem aðallega liggur á eggjunum, en ungarnir eru orðnir fleygir í lok júlí.
Smyrillinn er algengastur íslenskra ránfugla, og verpir um allt land.
Hann er að mestu farfugl, þótt nokkur fjöldi smyrla hafi vetursetu á Íslandi.
Í September og oktober fer þorri smyrla að halda til vetrarstöðvanna í suðvestanverðri Evrópu.
Þótt smyrillinn sé ekki stór, þá er hann þó slóttugur og áræðinn ránfugl, sem að mestu leyti lifir á smáfuglum, þúfutittlingum, snjótittlingum, steindeplum og skógarþröstum.
Þá drepur hann líka stærri fugla sér og ungum sínum til matar, eins og t.d. heiðlóur og stelka.
Hann er sérlega fimur og þolinn flugfugl þegar hann er í veiðiham.
Hann eltir bráð sína uppi og slær á flugi.
Oft má sjá á atferli smáfugla þegar smyrill er í nánd.
Þeir ókyrrast og fara í felur, kúra sig á grein uppi við trjábol, og hreyfa sig hvergi fyrr en smyrillinn er úr augsýn.
Smá hluta af þessu er hægt að finna á netinu, man bara ekki á hvaða slóð