Ég er sammála þessu enda alltof oft sem umræður eyðileggjast útaf svona fíflalegum og slöppum 5 aura bröndurum. En ég hef margoft lent í þessu sjálfur með mína korka. Oftast lendir maður þá í skítköstum eða umræðan er bara kominn út fyrir sjálft málefnið og svo finnst mér líka fáránlegt
að það sé bara 5 nýjustu korkar sem fá að hanga á forsíðunni. Ég myndi frekar vilja sjá það fjölga úr 5 í 10. En það þýðir ekkert að byðja huga um neitt fyrst að vefstjórinn hér er ekki nógu virkur hér.
Svo finnst mér alltof mikið af tilgangslausum sorpkorkum og spammi hér á forsíðunni sem er ekki einu sinni svaravert.
En margir breyta oft korkum í einhverskonar video og leikja tengla.
Eina lausnin er eins ég hef bent á er að búa til nýjan málaflokk sem heitir tenglar því þá fara þessir videotenglar og leikjatenglar í það í staðinn fyrir almennt.
Það vantar að setja hér inn skýrari reglur hvað má setja inn á málaflokkana en það er gert á öðrum áhugamálum og því skil ég ekki af hverju það er ekki búið að gera hér.