Getur vel verið að þú sért búinn að ljúga því það oft að sjálfum þér að þú haldir að þú hafir lesið það.
Mörg dæmi eru um að fólk segi sjálfu sér eitthvað það oft að það fer virkilega að trúa því að það sé satt og koma feik-minningar þá inn.
Dæmi:
Stúlka var barnfóstra hjá ríku fólki. Hún átti á þeim tíma afbrotasinnaðan kærasta sem stal einu sinni verðmætum hlut þegar hann var að heimsækja hana þegar hún var að passa.
Þegar fólkið sem hún var að passa fyrir kom heim sagði hún að brotist hefði verið inn og að hún hefði háð hetjulegan bardaga við þjófana og þeir hafi aðeins náð einum hlut og ekki getað skaðað barnið, sem hún hafði varið með kjafti og klóm. Fólkið varð stúlkunni einstaklega þakklátt eftir þetta og sagði þessa sögu oft í framtíðinni þegar þau voru með gesti. Einnig sögðu þau barninu söguna nokkuð oft á meðan það ólst upp.
Eftir mörg, mörg ár fékk barnfóstran svo samviskubit, hringdi í fólkið og sagði að ekkert innbrot hefði átt sér stað heldur hefði þetta verið kærasti hennar. Þegar barninu, sem nú var orðinn fullorðinn maður, var sagt þetta þá kom það flatt upp á han. Hann mundi eftir árásinni frá innbrotsþjófunum. Honum hafði verið sögð sagan það oft að hann eignaðist feik-minningu um þessa atburði.
Þannig að einsog þú sérð þá er ekki endilega víst að hlutir séu sannir þó maður muni þá.
Og þarsem sjálfur vefstjórinn, sem getur séð öll komment allra notenda huga.is, bæði eydd og ekki, segir að skuggi85 hafi ekki sagt þetta þá er ekki annað í stöðunni en að þetta sé annaðhvort feik-minning hjá þér eða lygi.