Þetta ætti nú kannski að vekja fólk til umhugsunar um að götur borgarinnar eru ekki vettvangur fyrir kappakstur.

Öll þessi slys ættu líka að vekja ráðamenn hjá ríki og tryggingafélögum til umhugsunar um að nánast engin aðstaða er fyrir mótorsportáhugafólk í þessu landi, ökutækjaeigendur greiða þessum aðilum milljarða króna á ári og fá ekkert í staðinn, ég hef ekki rekið mig á það að fótboltamenn þurfi að byggja sína eigin velli, eða handboltamenn sín eigin íþróttahús.

Sú aðstaða sem er fyrir hendi er nánast öll byggð og rekin í sjálfboðavinnu og af litlum efnum í flestum tilfellum, motocrossmenn hafa fengið smá aðstoð, en ef Siv Friðleifsdóttir væri ekki áhugakona um mótorhjól hefðu þeir ekkert fengið heldur.

Víða erlendis hafa samtök foreldra og lögregulembætti gengið hart fram í því að fá aðstöðu til að ná kappakstri af götum borga og bæja, hér virðast menn halda að það dugi að segja að kappakstur sé bannaður og allir eigi að keyra á 60 og þá sé allt fullkomið.

Svo koma slagorðin eins og hraði drepur, hraði drepur engan, hvar væru nú F1, MotoGP, WRC, Indy, NASCAR og fleiri ef hraði dræpi ? Það væru bara nýir ökumenn í hverri keppni, það sem drepur er þegar eitthvað fer úrskeiðis á miklum hraða, eða bara á 60, þá skiftir öllu að kunna að breðast rétt við.

Á Íslandi er hinvegar bannað að hafa aðstöðu til að kenna fólki að bregðast rétt við, hér skulu bara allir keyra á 60, það er lausnin.

Þetta er svipað og með umferðarslys sem verða vegna hálku, það verða engin slys vegna hálku, þau verða vegna þess að fólk hagar sér ekki miðað við aðstæður, annaðhvort akstursmáti eða vanbúnir bílar, stundum bara hrein heimska, eða sambland af þessu öllu.

Margar tegundir slysa er erfitt að koma í veg fyrir, umferðarslys er hins vegar hægt að koma í veg fyrir að miklu leyti með réttu viðhorfi, fræðslu, þjálfun og æfingu, ekki með því að taka 15 tíma í sól og þurrki í júní og keyra svo á 60.

Þetta átti nú ekki að verða svona langt, varð bara pirraður þegar ég fór að pæla í þessu.

Vil að lokum votta öllum aðstandendum stúlkunnar sem lést samúð mína.

Farið varlega


Tekið af http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?p=424780#424780

í kjölfar: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1187759
Toyota Corolla XLi MY96 (Gullmoli) ::project::