Ég er ekki sáttur við þróunina hérna seinustu 2 árin. Hugi hefur verið að deyja hægt og rólega og eins og staðan er í dag þá sér maður ekki tilgang lengur með því að koma hingað. Áhugarmálin eru einfaldlega of mörg miða við virknina, svo annað hvort þarf að fækka þeim eða gera átak til þess að fá fleiri virka notendur. Margir hafa bent á þetta í gegnum tíðina en ekkert breytist.
Ég trúi því varla þegar ég byrja að telja en það eru um 5 ár síðan ég hóf umdeilda feril minn hérna, fyrrihlutann sem geiri85 og svo Skuggi85. Eftir 7.000 stig og stjórnunarstöðu á einu áhugarmáli kveð ég ykkur öll, allavega í bili. Ég gæti komið aftur eftir mánuð, 2 ár eða aldrei aftur. Það fer allt eftir því hvert þessi vefur þróast.
Ég mun ekki svara þessum þráði og fer beint í að skrá mig út, en ég mun lesa svörin ykkar þó ég skrái mig auðvitað ekki inn. Takk fyrir mig og verið góð við hvort annað.
Kveðja Skuggi85.