Hugmyndin gengur út á það að stigin hjá öllum hugurum eru sett á 0, núll.
Svo eru sett inn stiginn fyrir hvað margar greinar þú hefur sent inn (og fengið samþykkt).
s.s. ef þú hefur skrifað 10 greinar þá ertu með 40 stig (færð 4 stig fyrir grein minnir mig en leiðréttið ef ég fer með rangt mál)
Með þessu móti er hægt að sjá hvaða hugarar eru að leggja sitt af mörkum við að halda þessu samfélagi uppi. Þá getur maður kannski sagt og verið stoltur af því:
“Ég er með 400 stig á huga eða ég hef skrifað 100 greinar!”
Ef þetta á að virka þá þarf að taka stigagjöf á korkum burt sem má alveg gera bara núna…
Ég er ekki viss með kannanir en það er svosem í lagi að fá stig fyrir samþykkta könnun.
Hvað finnst ykkur? - Endilega sleppið barnalegum svörum, ég vil almennilega og þroskaða umræðu um þessa hugmynd.
osomness