ég tel að ein helsta forsendan fyrir því að ná virkilegum árangri í netleikjum sé einmitt að menn séu í góðu líkamlegu formi enn það er jú auðvitað bara ég
Veistu mér finnst það ekkert svo langsótt. Til dæmis hef ég heyrt um Bridge lið sem hafa bætt árangur sinn töluvert á mótum, og ég held að athuganir staðfesti þetta. Held að þetta eigi líka við um þá sem keppa í skák.
Reyndar held ég að þetta eigi við um ALLA hugarstarfssemi… meikar alveg sense. Ef hjarta- og æðakerfið (plús lungun) er að starfa betur þá er restin af líkamanum (þ.á.m. heilinn) að starfa betur.
En eins og ég segi, ég held þetta eigi við um alla hugarstarfssemi. Og þess vegna finnst mér það ekkert endilega styðja það að eitthvað sem maður er betri í þegar maður er í líkamlegu formi sé íþrótt. Það myndi reyndar heldur ekki breyta neinu hvað mig varðar, því fyrir mitt leiti er íþrótt eitthvað sem reynir á líkamann MEÐAN maður er að keppa í því/stunda það. Og það verður seint sagt um skák, bridge eða tölvuleiki.
T.d. myndi einhver alvöru cs spilari sem væri að keppa á háu keppnisstigi ekkert vera að rembast yfir skori
Hvernig veistu það? Eru ekki sjálfhverfir egóistar í öllum keppnisgreinum (þá er ég að tala um fólk sem hungrar í frags/mörk/annað score á kostnað teamplay). REYNDAR viðurkenni ég það að ef það væru einhverjir gaurar að keppa í heimsmeistaramótinu í einhverjum teamplay leik þá væri LÍKLEGA at that point búið að sía út þá sem skemma teamplay (rétt eins og menn komast ekki upp með hvað sem er í ensku deildinni í fótbolta)… en ég var nú meira að tala um svona your average Skjálftamót… ekki þann fámenna hóp fólk sem gætu kallað sig “atvinnumenn”.
Sjálfur hef ég aldrei orðið reiður yfir skori, því að tapa eða neinum ósigrum í netleikjum
Mature CS spilari… *klappklapp* … þeir hafa lengi verið í útrýmingarhættu… en ég þekki þó einhverja.
Sjálfur trúi ég því ekki að það sé hægt að ná neinum árangri til lengdar í t.d. tölvuleikjum nema að menn hafi gaman af þeim
Satt. En hvað ef menn fara út í það að vera eins og Fatal1ty og hans líkar? Æfandi sig (ekki leika sér og flippa í leiknum heldur strangar æfingar…) 8 tíma á dag… eða meira? Hvað sem rútínan er nú nákvæmlega hjá honum… myndi leikurinn manns ekki missa sjarmann ansi fljótt?
Blessunarlega skiptir sá maður reyndar um leiki reglulega… sem leiðir mig út í það: Ég fatta ekki hvernig sumt fólk festist í því að spila CS og *eingöngu* CS í mörg ár… ég tek samt eftir því að ástæðan fyrir því að svona fólki tekst ekki að byrja í öðrum leikjum (nema CS-klónum) er því það fúlsar við þeim strax því þeim GENGUR ekki nógu vel. Halló? Þú ert NEWB í þessum leik eins og er… þú varst að setjast við hann fyrir 5 mínútum síðan! Auðvitað gengur þér ekkert sérstaklega vel. Auðvitað ertu með lægsta skorið. Við hverju bjóstu eiginlega? Að þú gætir sest við skjáinn og byrjað að “pwna” strax eins og í CS? Þarna finnst mér vera dæmi um fólk sem er búið að setja algjört samasemmerki milli þess að “ganga vel” og að vera að skemmta sér. Extreme case-in eru að skemmta sér þegar þeim gengur vel og líður bara downright ILLA þegar þeim gengur illa, verða kannski pirraðir eða jafnvel öskureiðir.
En nóg um það…
Frekar kjánalegt að takmarka þetta við eitthvað sem byggir aðeins á líkamlegu atgervi þarsem að það skiptir oft litlu máli og tæknin skiptir mun meira máli
Alveg fínn punktur og leiðir mann þá til umhugsunar hvort að hlutir eins og billiard/snóker/pílukast kallist íþróttir. En mér finnst aftur á móti tölvuleikir (eins og þeir eru núna) ekki eiga skilið að tala um að spilarinn búi yfir neinni “tækni” að ráði… sá leikur sem mér finnst komast næst því er líklega UT2k4 moddið Deathball… en þar koma raunveruleg physics (og þrívíðari hugsun/beiting hugans) mikið inn í málið.
Skotleikir í núverandi formi snúast bara um að benda á eitthvað með bendli (aka crosshair) í tvívídd (ég veit að umhverfið er í þrívídd, en miðunin gerist algjörlega í tvívídd… as opposed to að stunda alvöru skotfimi, þá ertu að halda um hana með báðum höndum og þarft að passa upp á að hendurnar séu samhæfðar í hreyfingum annars snýst hún í þeim… sem sagt, þá þarftu að hugsa, hreyfa þig og “beita huganum” (tækni) í þrívídd.
En ég held að það muni pottþétt á endanum koma út tölvuleikir sem verði viðurkenndir sem íþróttir (líklega sem eftir að hafa þróast fram yfir mouse/keyboard interface-ið… einhverskonar sýndarveruleika líklega, þar sem maður hreyfir meira af líkamanum heldur en bara puttana+hægri framhandlegg smá)
(eða kannski bara með einhverskonar gizmos í líkingu við sýndarveruleikahanska… þar sem input-ið verður orðið nógu fíngert til að geta að minnsta kosti kallast jafn mikil íþrótt og hlutir eins og billiard og snóker…. pointið mitt er bara að ég held að leikir þurfi að verða ERFIÐARI áður en þorri fólks nennir að fylgjast með þessu að ráði eins og íþróttum. Maður getur orðið góður í CS á einhverjum mánuðum (ef maður kann á mouse/keyboard) … það tekur margra ára þjálfun að verða tæknilega góður í fótbolta t.d…
Ég held að skák og bridge séu FLOKKUÐ með íþróttum svo hægt sé að birta niðurstöður úr keppnum með öðrum niðurstöðum, í fréttum. Mér finnst það bara allt í lagi, það hefur sinn hentugleika. En áður en fólk fer að setja sig í einhverjar stellingar og halda sig vera að “berjast fyrir málstað” þeirra sem keppa í skák/bridge/whatever og “hjálpa þeim” að fá þeirra keppnisgrein almennt viðurkennda sem íþrótt má heldur ekki gleyma því að það vilja ekkert allir sem stunda þetta að þetta sé kallað íþrótt. Fólk gleymir oft að pæla í því. (reyndar hef ég aldrei heyrt neinn frægan skákmann vilja kalla skák íþrótt… frekar list eða vísindi eða whatever).