Sjáðu til…það að líkja sjálfsmorði við reykingar er bara heimskulegt. Sjálfsmorð er neyðarúrræði þunglyndissjúklinga - reykingar ekki. Hættu þeirri samlíkingu, hún skilar engu.
Tölfræði lýgur ekki. Það hafa verið gerðar rannsóknir á þessu og það er einfaldlega STAÐREYND að aukin að samfélagsumræða um sjálfsmorð - hvort sem hún er neikvæð eður ei - veldur aukinni sjálfsmorðstíðni. Það segir sig sjálft að
jákvæð umræða um sjálfsmorð - þótt hún sé nú afskaplega sjaldgæf - eykur sjálfsmorðstíðnina ENN meira, en neikvæð umræða er líka hættuleg. Hættu að reyna að þræta fyrir það með því að benda á ótengd dæmi þér til stuðnings. Það að umræða um barnamisnotkun auki ekki tíðni barnamisnotkunar er það engin sönnun þess að það geti ekki átt við um sjálfsmorð - enda um gjörólík fyrirbæri að ræða. Rannsóknir hafa verið gerðar og vísindamenn eru sammála. Það er tilgangslaust að þræta fyrir þetta.
http://www.211bigbend.org/hotlines/suicide/media.htmhttp://www.yspp.org/media/reportingGuidelines.htm#contagionÞetta eru tvær af fjölmörgum vefsíðum sem fjalla um þetta. Ég legg til að þú kynnir þér þetta.