Ég ætla að setja hér fram nokkrar spurningar, svo að þið getið skemmt ykkur með því að hæðast að hinum fyrir að vita ekki svarið eða leitað svarið uppi og þóst geta allt!
Þetta verða alls 10 spurningar og mér þætti vænt um að þið mynduð svara mér í PM svörin koma síðan þegar líða fer á kvöld á morgun.
1. Í hvaða landi var Bernadotte konungsættin við völd?
2. Hvern barði Auður Vésteinsdóttir?
3. Hversu þungur er einn rúmmetri af vatni?
4. Hvernig dóu Dismas og Gestas?
5. Hver varð fyrst kvenna borgarstjóri í Reykjavík?
6. Í hvaða borg er Uffizi listasafnið?
7. Hvert af sjö undrum veraldar var á eyjunni Alexandríu?
8. Hvaða tvö lönd í heiminum eru “tví”landlukt?
9. Tungl hvaða plánetu eru nefnd í höfuðið á persónum úr leikritum Shakespears?
10. Fyrir hvaða tölu stendur M með striki yfir í rómverskum tölum?