Er einhver hér sem veit, 100% hvort það er eitthvað tjaldsvæði opið fyrir unglinga (18+) á Akureyri um versló?
Ég hef heyrt bæði að Hamrar séu opnir bara fyrir fjölskyldufólk, og líka að þeir séu opnir fyrir aðra. Hvort er rétt?
Kveðja Stopp!!
TJALDSVÆÐI
Aldurstakmark á tjaldsvæðin er 18 ára nema í fylgd forráðamanns.
Boðið er upp á framúrskarandi tjaldsvæði á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Fjölskyldutjaldsvæðið að Hömrum
Glæsilegt tjaldsvæði Skátafélagsins Klakks norðan Kjarnaskógar, ætlað fjölskyldufólki.
Skemmtilegt útivistarsvæði, bátaleiga og fleira (Sjá nánar um dagskrá á bls. 12 og 13).
Gistigjald er 700 krónur nóttin fyrir 14 ára og eldri.
Greiða þarf gistigjald fram á mánudag við komu. Upplýsingar í síma 461 2264
Fjölskyldutjaldsvæðið við Þórunnarstræti
Eingöngu fyrir fjölskyldufólk og erlenda ferðamenn.
Gistigjald er 700 krónur nóttin fyrir 14 ára og eldri.
Greiða þarf fyrir dvalartíma við komu. Upplýsingar í síma 462 3379
Tjaldsvæði Íþróttafélagsins Þórs í Glerárhverfi
Tjaldsvæði á félagssvæði Þórs í Glerárhverfi. Hreinlætis- og sturtuaðstaða í félagsheimilinu Hamri.
Gistigjald: Fimmtud. til mánud. 3.000 kr.; Föstud. til mánud. 2.500 kr.; Laugard. til mánud. 2.000 kr.; Sunnud. til mánud. 1.000 kr. Upplýsingar í síma 461 2080
Strætisvagnaferðir:
Stærisvagnaferðir verða á milli miðbæjar og tjaldsvæðanna að Hömrum og í Glerárhverfi á meðan hátíðinni stendur yfir.
Tjaldsvæði í nágernni Akureyrar um verslunarmannahelgina:
Hrafnagil, s. 463 1400. Dalvík, s. 466 3233. Húsabrekka, s. 462 4921. Sigríðarstaðir, s. 462 6731. Vaglaskógur, s. 462 4755.