ert væntanlega að tala um service pack 2 fyrir xp. Ef þú ert hjá símanum er víst ókeypis dl frá windows updates, en ef ekki geturu bara farið á microsoft síðuna og pantað diskinn og Microsoft sendir diskinn ókeypis heim til þín. Stendur að þú fáir hann á 2-3 vikum, en ég fékk hann á 1 viku.
Djöfull eru þeir sem reka www.hugi.is ómerkilegir að fjarlægja sp2 fyrir XP af static.hugi.is þar sem download frá microsoft er orðið ókeypis fyrir þá sem eru hjá símnet, ég bara á ekki orð yfir þessu. Ég er hjá OGvodafone og skoða mikið vélbúnaðar og windows síðuna, núna þarf ég greinilega að fara að leita annað þar sem þessi síða er greinilega einungis hugsuð til að þjónusta símnetskúnna og skítt með rest !
Ekki nóg með það einnig eru þeir búnir að fjarlægja link (á windows áhugamálinu) hjá 3ja aðila sem einnig var að bjóða upp á sp2 innanlands.
Einmitt Maniaco, þetta er linkurinn sem þeir fjarlægðu. Ég skil alveg að símnet gerir meira fyrir sína kúnna og auglýsi hluti hér sem þeir hafa fram yfir aðra. En að þeir skuli FJARLÆGJA það sem þeir hafa verið með til að gera öðrum erfiðara fyrir er ekki í anda þess sem www.hugi.is hefur staðið fyrir hingað til. Windows og Vélbúnaðar áhugamálin eru til að hjálpa fólki með algeng vandamál og uppfærslur, þetta er ekki til að hjálpa neinum að takmarka aðgengi að þessu.
hahaha, ég kíkti á oruggt.net og hélt nú að þar sem þeir væri með öryggismálin á oddnum að þeir væru með sp2. Þegar ég klikkaði á linkinn hjá þeim þá gerðist eftirfarandi:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..