Ég nota Delphi mikið en þar er mikið um top-level forritun (forritun sem stendur fjarri kjarna tölvunnar). Viljirðu ná fullri stjórn á viðfangsefninu, sem og mestum hraða, skaltu nota C++. Það er hins vegar öllu flóknara.
Ég myndi prófa að byrja í Delphi. Mikilvægir puntkar um forritunarmál:
Java: Óháð stýrikerfum. Hægvirkt.
C++: Hraði. Langflest stærri verkefni eru unnin í C++ eða C, má þar nefna Photoshop, Microsoft Windows stýrkierfin og Office. Flókið.
Delphi: Hraði í forritun. Einföld forrit ótrúlega stutt í vinnslu. Hægara en C++ í keyrslu.
C#: Einfalt en öflugt. Gefið út af Microsoft. (Ég er hinsvegar persónulega á móti .NET væðingunni).
Basic: Hef litla reynslu af því en skilst að það sé ekki heppilegt byrjendamál.
Þetta er engu að síður þitt að ákveða. Þú finnur “open-source” kóðabrot á
http://google.com/codesearch