Eins og flestir vita heitir nýji FS leikurinn Flight Simulator 2004 A century of flight. Hér ætla ég að skrifa hvaða klassísku vélar eru í leiknum!

Fyrst er það 1903 Wright Flyer:

Þetta var fyrsta flugvélin sem flaug! Hönnuð og smíðuð af Wright bræðrunum, en þeir voru reiðhjólasmiðir og áhuga menn um að maðurinn myndi fljúga!

Curtiss JN-4D “Jenny”:

Milli 1915 til 1920 var þessi tegund framleidd í tugi þúsunda tali! En það var fyrsta flug vélin sem var framleidd í fjöldatölu! Hún var einnig notuð af flugmönnum bandaríska hersins í WW1!

Vickers F.B.27A Vimy:

Upprunnanlega hönnuð sem sprengivél fyrir WW1 notuð og framleidd af bretum til að fljúga frá London til Berlín og varpa þar sprengjum! Þetta var talin mjög óörugg vél! Lindbergh flaug eitt sinn yfir Atlantshafið á þannig tegund!

Ryan NYP “Spirit of St. Louis”:

Eftir að Vimy vélin flaug yfir Atlantshafið, bauð Ameríkani $25.000 fyrir að fljúga áhættumeiri flugleið. Frá New York til París, en átta árum seinna var þessi peningur ennþá í boði og dreif Lindbergh sig þá og flaug þessa leið!

Ford 4-AT-E Tri-Motor:

Þessi tegund flaug frá New-York til Los Angeles, í áætlunar flugi og tók það 48 tíma!
Eins og nafnið segir til er þessi vél með þrjá mótora og nokkuð lík Junkers vélunum að mínu mati!

Model 5B Vega from Lockheed:

Þessi vél getur flogið 2,500 mílur ef flugklefinn er breyttur til að vera með auka tanka án þess að taka bensín! 1000 mílur með farþega og án þess að fylla á tankin! Var mjög vinsæl og næstum öll flugfélög flugu með svona vélar!

Douglas DC-3:

Það þarf ekki að segja mikið um þessa, ein vinsælasta og þekktasta flugvél í allri flugsögunni! Hún var mjög mikið notuð á Íslandi og er ennþá notuð sem Landgræðslu vél hér!!! Þessi flugvél var útbúin rennandi vatni, klóseti og innréttingum! Hún gat líka flogið aðeins á einum hreyfli! Eftir að þessi flugvél kom á markaðin má segja að flugiðnaðurinn hafi fæðst frá henni!

deHavilland DH-88 “Comet”

Búin til útaf einni ástæðu, til að vinna flugkeppni þar sem 10,000 áströlsk pund voru í boði! Þessi vél er bara búin til úr timbri fyrir utan vélina og lendingar búnaðinn!
Allt eldsneytið var geymt fremst í vélinni fyrir framan flugklefann

Piper J-3C-65 “Cub”

Lítil, létt og var talin mjög ódýr fyrir þessi gæði þó þau væru einföld!
Hún var um 1000 pund fullhlaðin og á fullum tank! Þegar aðeins einn flugmaður var að fljúga var hann að setja í aftari sætinu til að halda jafnvægi!!!

Þetta voru klassíku flugvélarnar í FS 2004 en hér koma hinar:

Beechcraft Baron 58
Beechcraft King Air 350
Bell 206B JetRanger III
Boeing 737-400
Boeing 747-400
Boeing 777-300
Cessna Skyhawk SP Model 172
Cessna Skylane Model 182S
Cessna Caravan C208 Amphibian
Cessna Grand Caravan C208B
Extra 300S
Bombardier Learjet 45
Mooney M20M “Bravo”
Schweizer SGS 2-32

Þetta var allt!

Kveðja steinidj