Ég vill byrja á að kynna mig sem nýjann stjórnanda á /fjármál. Ég hef stjórnað þónokkrum áhugamálum og oftast hefur tekist að lífga eitthvað upp á þau, stundum mikið, stundum lítið. Vonandi verður hægt að koma í gang einhverjum spennandi umræðum hér á /fjármál.

Jæja.

Margir borga í lífeyri án þess að hafa hugmynd hvað það þýðir.

Lífeyriskerfið á Íslandi byggir á því í gamla daga þegar allir og amma þeirra voru á sjó. Síðan lenntu sumir óheppnir sjómenn í því að lenda í örorku eða báturinn þeirra eyðilaggðist.
Þá komu sjómenn sér saman um samkomulag sem hljómaði þannig að ef einhver skyldi verða fyrir óhappi, örorku eða kominn á aldur, þá hjálpuði restin til með að framfylgja fjölskyldu hans.

Í dag erum við með lögbundið almennt lífeyriskerfi, en margir lífeyrissjóðir eru og fara þeir eftir stéttarfélögum.

Þú borgar 8% af launum og atvinnurekandi borgar 4% á móti. Þessar prósentur eru fyrir skatt.

Í raun átt þú ekki krónu af þeim peningum sem þú borgar í almenna lífeyriskerfið. Ef þú munt aldrei þarfnast lífeyrisins, þá erfast þessir peningar ekki. Ef þú þarfnast aðstoðar frá lífeyriskerfinu, þá færðu vissa upphæð restina af ævini, en sú upphæð er reiknuð út frá meðal launum gegnum ævina.

Að meðaltali er maður að fá ca. 56% af meðal launum í lífeyrisgreiðslur.

En hvernig er hægt að lifa á 56% af launum? Ef þú ert með 200þús krónur í laun, getur þú lifað á rétt yfir 100þús? Nei.

Þar kemur viðbótarlífeyrissparnað inn. Viðbótarlífeyrissparnaður eru x% sem þú getur laggt fyrir að auki (einnig fyrir skatt) og atvinnurekandi greiðir x% á móti. Oftast hljómar þetta hlutfall upp á 4% frá þér og 2% frá atvinnurekanda, en það fer eftir stéttafélagi og ákvörðun.

Þessir peningar eru séreign, sem þýðir að þú átt þessa peninga og getur tekið þá út annaðhvort í eingreiðslu eða mánaðarlega. Skynsami kosturinn er að taka peningana út mánaðarlega svo að þú getir notið vaxta og vaxtavaxta sem safnast upp. Einnig erfast þessir peningar.

Þess vegna er nánast nauðsynlegt að vera með viðbótarlífeyrissparnað, vegna þess að maður getur ekki lifað á helmingi launa þegar maður er kominn á aldur, nema maður hafi verið á gríðarlegum launum og sé búinn að borga upp allar skuldbindingar. En þá er þetta kort eð er sniðugasta og hagkvæmasta sparnaðarleið sem ég veit um þar sem þú ert strax með ca. 50% ávöxtun í hverri greiðslu frá atvinnurekanda.

Kv. Paze.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.